Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 35
Antígóna
KÓR:
kreon:
kór:
KREON:
kór:
kreon:
kór:
kreon:
kór:
kreon:
17 TMM
og Olimps-guða til þín bitran hefndar-hug,
og þeirra dómur geldur jafnan líku líkt.
Hygg að, 'hvort silfur sé mér undir tungu lagt.
Það sér þú innan skamms, er höll þín ymur þungt
af sárum harma-stunum kvenna og karla jafnt.
Hver grannborg vor mun gripin viðbjóðs ógn og heift,
er fallnir kappar hlj óta gröf í gini úlfs
og gapi hræfugla, sem slá í loftið daun
og flðkka vígðan arinhall um heilög vé.
Já, þessum sáru skeytum sker ég hjarta þitt
að skotmanns hætti, þú sem kaust að egna mig,
og aldrei fær þú flúið þeirra nöpru kvöl.
Nú fylgir þú mér, drengur, aftur héðan heim,
svo reiði sinni fær hann ausið yngri menn
og lært að hemj a tungu sína sér við góm
af sýnu meiri hyggindum en þessa stund.
Sveinninn leiðir hann burt.
Hinn aldni vék á brott með ógnar-orð á vör.
Þess er ég fullvís, herra minn, að öll þau ár,
sem svartan koll minn hafa gert að hændang,
veit enginn tíl, að geigað gæti spásögn hans.
Það er mér Ijóst, og styrjöld magnast mér í sál.
Að vægja, það er þungbært; en að standa fast,
og láta brjóta stolt sitt, það er þyngri raun.
J á þér er ráða vant, ó, sonur Menekeifs.
Hvað er mér hollast? Hafa mun ég yðar ráð.
Lát þegar Ieysa úr bjargsins böndum unga mey!
og þann, sem liggur nakinn nár, fá grafar frið!
Þú býður mér að vægja? Ræður þú til þess?
Já, konungur, sem bráðast! Hafðu hraðan á!
því mörgum reynist frá á fæti guða hefnd.
Vei! hvílík nauðung! Þó skal sveigja harðan hug,
sem hrekkur skammt að draga reip við forlög sín.
Vinn sjálfur verk þitt! Treyst þú ei á annars hönd!
Eg fer án tafar. Fljótír, hermenn! komið skjótt!
þér allir, hver og einn! og takið öx í hönd!
257
L