Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 36
Tímarit Máls og menningar
og hlaupið! sjáið, áfram þangað! útá hæð!
Og sem mér hefur hugur snúizt, fer ég nú
og leysi sjálfur fjötur þann, sem fyrr ég batt.
Það uggir mig, að muni tryggust leiðin sú
að hlíta fomum sið og lögum líf sitt allt.
Hann jer ásamt föruneyti sínu.
kór: Heill þér, Bakkos! Við sjálfum Seifi
Semela gat þig, ljúfling fríðan.
Óðal þitt geymir Eleifs-dalur
íildin-teinungi grönnum vafinn,
þar sem þú dvelur í dýrð og sæld;
Dametru varð hann griðastaður.
Þó er djásnið á þínu riki
Þeba, blótkvenna heilagt vé,
þar sem ísmenos logntær laugar
landið sem hlúir drekans sáði.
Pamassos-hnjúkar hylla þig,
hefj ast reykir frá guilnum logum;
dansinn stígur á bjargsins brún
bakkynju-sveit með funandi kyndla.
Kastalía hj á köldum lækj um
kennir þín spor af Nísufjalli,
þar sem vínsprotar þekja Wíð
þrúgna-klösum að sævarbergi.
För þín, ó BaMcos, langþráð laðar
ljóð og söngva í Þebu rjóður.
Þeba, já hún á þína frægð,
þar sem Kaðmosar stölta dóttir
fæddi þig, lostin leiftur-þrumu.
Lausnari sért þú vorri borg!
Vitjaðu hennar nú í nauðum,
niður stíg þú frá björtu heiði,
fetaðu straumsins blikandi bárur,
ber þinni móður líknarorð!
Eldkvikar stjörnur dansa dátt,
Diónísos, ó, þér til sæmda.
258