Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 37
Hlæj andi söng á húmri nótt
helgar þér öll þín vina-f j öld.
Sýndu þitt auglit, sæli vættur,
sonur himnanna! Reifar dísir
dansinn vekja, svo dunar grund.
Dýrð' sé þér, Balckos!
Seiuliboði kemur liratt.
SENDIBOÐi:
kór:
SENDIBOÐI:
kór:
SENDIBOÐI:
kór:
SENDIBOÐI:
kór:
SENDIBOÐI:
Þér Kaðmoshorgar-búar, landar Amfíons,
á j örðu hér á hvergi neitt svo tryggan stað,
að hljóta fyrir traustileik sinn mitt lof né last;
því þessum lyftir hendinig hátt, en fellir 'hinn,
og skiptir gengi gæfumanns við kotungs kjör,
svo fyrir næsta degi dugar engin spá.
Mér þótti Kreon öfundsverður áður fyrr;
af fjendium vorum vann hann riki Kaðmosar,
varð síðan einvaldsherra, hafði hvers manns ráð
í hendi sér, og bjó við mikið bamalán.
Og nú er öllu lokið! Því að sérhver sá,
sem glatað 'hefur gleði sinni, kalla ég
að ekki lifi; hann er lík, sem andar enn.
Þótt hús hans glóði af gersemum og auði fjár,
og þótt hann yfir þj óðum nyti konungsvalds,
en skorti sjálfa gleðina, mér þætti þá
sú dýrð 'hans öll jafn einskisverð og skuggi af reyk.
Hvað harma-fregna flytur þú í konungsgarð?
Fregn dauðans! Og sá lifir, sem er sekur þar.
Hver hefur imnið víg? Og hver er veginn? Hver?
Hemon féll þar. Og skanunt að vitja vegandans.
Vann föður hönd á syni, eða sjálfur hann?
Hann sjálfur, sem hann morðsök bar á föður sinn.
Ó, aidni þulur! öll þín spásögn kemur fram.
Á yðar ráðum veltur nú, hvað koma skal.
Evrídíka kemur frá höllinni í fylgd meS þernum sínum.
kór : Sj á, Evrídíka gengur þar! ó, það er hún
sem mest á reynir, drottning Kreons. Kom hún hér