Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 38
Tímarit Máls og menningar
af hending, eða veit hún örlög sonar síns?
evrídíka: Þér Þebumenn, víst hef ég heyrt á yðar tal
á minni leið til dyra, þá ég heiman hélt
til hofs á bænarfmid við Pallas Aþenu.
Ég dró frá loku, lauk upp liurð í hálfa gátt,
og har mér þá að hiustum orð af ógnum þung
um mig og mína. Nöpur slkelfing nísti mig,
ég hvarf í dá, og meyj um mínum hneig í faðm.
Og flyttu þessa fregn á ný, ég þoli það,
því sorgir hef ég hýst í barmi fyrr en nú.
SENDiBOÐi: Víst get ég, kæra drottning, sagt með sanni frá;
ég sá aUt; þar skal engu gleyrnt né vikið við.
Hve færist mér að fegra það, sem yrði þá
svo fljótt að lygi? Sannleikurinn endist hezt.
Ég hélt með Kreon, herra vorum, þangað út
á holtið yzt, sem Pólíneikes dauður lá
í hirðuleysi, af hundaflokkum slitinn mjög.
Vér blétum dauðra-guð og g)'ðju þjóðbrautar
og báðum þau að gefa sinni reiði ró.
Vér veittum friðar-laug, og hófum loks á bál
af ferskum viðar-gi'einum leifar líkamans,
og urpum honum haug af fósturlandsins mold.
Vér héldum næst til fundar við þá ungu mey,
sem lukt í bjargsins brúðarsal var dauða vígð.
Þá heyrir einhver ógnum vakið neyðarkall
úr iðrum þessa vanheilaga grafar-geims.
Hann fór og kvaddi konung til, sem gremdi brátt
í fjarska sömu sáru kvein. Hann skundar nær,
en orð hans glúpna í grátstaf, er hann varpar önd
og mælir: „Vei mér aumurn! 0, er hugboð mitt
á rökum reist? Hvort feta ég þá feikna-braut
sem fótur minn tróð myrkasta til þessa dags?
Rödd sonar míns! það get óg greint. 0, áfram! fljótt!
Að gröfinni! hratt, sveinar! þar sem steinninn lá
að munnanum, og hlaupið inn og 'hyggið að,
hvort Hemon á þá rödd, sem þekki ég svo glöggt,
að ella hefur einn af guðum gabbað mig!“
\
260