Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 39
Antígóna
KÓR:
SENDIBOÐI:
kór:
SENDIBOÐI:
Vér gerð'um svo sem lierra vor í angist bauð,
og lutum inn, og sáum, bakvið bjarg, hvar hún
í snöru lá, sem hún úr líni hafði knýtt
af sínum eigin serk, og brugðið sér um háls;
og hann, sem kraup og örmmn vafði liðið lík,
grét brúði sína sárt, sem dauðinn nam á brott,
grimm afglöp föður síns, og sinnar ástar böl.
Við þessa sjón þaut konungur til sonar síns
með sárum harmatölum og í ofboðs ham:
„0, veslingur! Hvað hyggst þú fyrir? Hvort ert þú
af viti genginn? Hvaða hugfall blindar þig?
Ég grátbið þig, ó, kæri sonur! komdu brott!“
En sonur hans leit á hann snöggt með æðissvip,
hann starði hvasst en orðalaust í auglit hans,
og reiddi sverð til höggs; en hart brá kóngur við
og rann, svo lagið missti marks. Hinn tryllti sveinn
vék allri heift að sj álfum sér, og fallast lét
á brandinn, rak hans blóðrefil sér djúpt í brjóst.
Af feigum kröftum fal hann sína brúði enn
í faðmi, greip þá andann djúpt, og heitt blóð rann
af munni hans, svo hennar föla kinn varð rauð.
Evrídíka gengur brott.
Nú sefur iík í önnum liks, þar eiga þau
sitt brúðkaup undir dauðans myrka verndarvæng.
En glötun þeirra gæti jarðar bömum kennt,
að hugur illa taminn tendrar sárast böl.
En hvað mun valda? Hefur drottning gengið burt
án þess að mæla orð af vörum, illt né gott!
Það setur einnig ugg að mér. Ég vona þó
að hún, sem veit hin grimmu örlög sonar síns,
sé nú að forðast sorg í augsýn almennings
og gráti meðal meyja sinna böl síns húss,
því hún er kona hyggin, sem fer fram með gát.
Má vera. Þögn af nauðung elur óhug minn,
sem forboði jafn válegur og hávær hróp.
Þá geng ég nú til hallar, og ég hygg að því,
261