Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 43
Þóroddur Guðmundsson
Draiimur vetrarr júpunnar
Til Jóhannesar skálds úr Kötlum
Líf þitt er sem draumur vetrarrjúpunnar
um sól og sumar vestur í Dölum,
þar sem hún sefur hálfgrafin í fönn
og bíður eftir blænum,
er strjúka skal um fosshörpunnar fagnandi streng.
ímynd þín er sem vitrun ofan úr Vonarskarði,
boð um lausnarstund frá herskárri heimsins grimmd,
ástin söm á því sem ykkur er báðum heilagt:
verndun helgidóma á Kili og við Kerlingarfjöll,
móðurréttinda Melkorku,
hreiðurfuglsins í heiðarmó,
Sóleyjar við sundin blá.
Megi sólskríkjan hjá Seli,
þrösturinn á Þórsmörk,
auðnufuglinn í Unaðsdal,
Maríuerlan við Mannskaðahól,
þar sem nöðrur og snákar liggja enn í launsátri,
stinga svikurunum svefnsins þorn,
svo að þeim auðnast megi að dreyma sama drauminn
sem vesalings litlu vetrarrjúpuna og þig,
að einnig þeir geti endurfæðzt
við svana söng og himbrima hljóm.
En ef þess verður ekki auðið,
megi þá krían í Keflavík,
djarfari öðrum fuglum og drottinholl,
tjaldurinn sem aldrei hopar né hræðist,
265