Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 47
StaSa rithöfundar í litlu. málsamfélagi
Flestir rithöfundar skrifa bækur sínar í hjáverkum og gegna störfum, sem
kunna, eftir atvikum, að vera í tengslum við bókmenntir; öfugt mætti orða
þetta svo, að slíkir menn hefðu samningu bóka að aðalstarfi, en gegndu öðr-
um störfum í hjáverkum. Þeir eru þá líklegir til að starfa sem skólakennarar,
bókaverðir, ritstjórar, skrifstofumenn, eftirlitsmenn eins og annars, ráðu-
nautar, vitaverðir; þá eru þeir, sem eru sjálfra sín og hafa ofan af fyrir sér
með starfsemi óskyldri bókmenntum, svo sem bændur, leiguseljendur og hús-
mæður; tveir eru alþingismenn, einn er bankastjóri, annar prestur, þriðji
húsgagnasali; nokkrir eru fyrverandi smiðir, lögregluþjónar o. s. frv. Tals-
vert margir eiga konu, sem vinnur úti og léttir undir með manni sínum að
standa straum af fjárhag fjölskyldunnar. Ef rétt er, að tilgangur byltinga sé
sá, að gera alla, aðalsmenn jafnt sem öreiga, að bjargálnamönnum, má segja,
að íslendingar, sem eru dæmigerð bjargálnamannaþjóð, hafi náð þessu full-
komnunarstigi byltinganna gángandi í svefni. Hagur rithöfunda er í slíku
þjóðfélagi engin undantekning frá reglu.
Þeir styrkir, sem rithöfundum eru veittir á fjárlögum og úthlutað er af
sérstakri nefnd, skipaðri af alþingi, bæta vafalaust afkomu margra rithöf-
unda að ekki óverulegu leyti. Skráin um ríkisstyrkta rithöfunda gefur að
sumu leyti betri hugmynd um, hverjir eru raunverulegir rithöfundar en fé-
lagaskrár rithöfundasambandsins. Að minnsta kosti segja nöfnin á úthlut-
unarlistanum meira um gildi rithöfundar í krónum og aurum en félagsskír-
teini í rithöfundafélagi.
Á lista yfir höfunda, sem hlutu skáldastyrk nokkur undanfarin ár, eru nöfn
um 70 viðtakenda, fjöldi þeirra á þessu ári er u. þ. b. 40. í þessu kernur fram
nokkur tilhneiging til hring\'eltu í úthlutuninni og ennfremur að hin ríkis-
skipaða nefnd álítur sig ekki skuldbundna til að veita neinum fastan árlegan
styrk eða setja hann á launaskrá ævilangt. Samt hljóta ýmsir rithöfundar
styrki mörg ár í röð. Styrkirnir skiptast í þrjá flokka, sem eru hver um sig
jafngildi 150, 300 og 500 sterlingspunda. Það skal tekið skýrt fram, að þessir
styrkir eiga ekkert skylt við höfundagreiðslur, kaup eða verðlaun; þeir líkj-
ast mest því sem á þýzku er kallað gefundenes Fressen eða fundið æti fyrir
höfundinn.
Á ritunartíma fornsagna á 12. og 13. öld voru bókmenntir kostaðar af
frjálsum sjálfseignarbændmn og ólénsskyldum landaðli, sem í raun og veru
áttu íslenzka þjóðveldið í félagi við rómversk-kaþólsku kirkjuna. Á þeim tíma
voru ekki margar ritfangaverzlanir í grenndinni. Ef höfundur hugðist skrifa
bók sem væri frambærileg að lengd, varð hann fyrst að ganga úr skugga um
269