Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 54
Tímarit Máls og menningar
ins rétt eins og stórt samfélag. Gerðu staðinn sem þú tilheyrir að virki þínu,
væri ráð mitt jafnt við smáa og stóra, að minsta kosti þangað til maður veit
með vissu, hvað er stórt og hvað smátt í þessum heimi. Menn geta náð frama
í fjarlægum plássum, meira að segja orðið þar konungar í einn dag. Eini
hópurinn, sem skiftir máli þegar í harðbakkann slær er sá sem stendur bak
við mann heima. Lítill heimur gleðst yfir velgengni sinna einstaklinga, og
gleymir þeim ekki eins fljótt og einhver feikna alheimur mundi gera. Við úr
smáum málsamfélögum verðum að fara í menningarborgir heimsins til að sjá
rithöfunda sem eru metnir á við hundaskít. í skoti á vesælum bar í stórborg
má sjá ellihruman mann, sem hefur skrifað margar bækur og á enga peninga,
engan vin, ekkert heimili og enginn maður hefur lesið hann. í litlu samfé-
lagi þekkja mann allir; þar er maðurinn eitthvað og heldur áfram að vera
eitthvað, jafnvel löngu eftir að hann er allur. Brennu-Njáls saga, eitt mesta
snilldarverk Evrópu í óbundnu máli, var 500 ár eða 15 mannsaldra aðeins
kunn fáeinum búandköllum og fiskimönnum á Islandi. I dag má kaupa hana
í pappírskilju í London, og hún er eins góð og nokkru sinni.
Ef rithöfundur er góður handverksmaður, vandfýsinn út í ystu æsar og
strikar út í texta sínum eins mörg lýsingarorð og hann getur lifað án, heldur
hók hans áfram að vera góð hvar sem er og livenær sem er meðan til er fólk,
sem ber skyn á gott handbragð, þá sjaldan það ber fyrir augu.
Þorleijur Hauksson þýddi í samvinnu við höfundinn úr The Times Literary Supplement.
276
X