Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 55
Rudolf Leonhardt
Rithöfundurinn og' markaðnr lians
1 minningu Theoclors W. Adorno
„Vissulega er ura að ræða kreppu í listum og bókmenntum, tilkonma fyrir
umbyltingu á hlutverkum þeirra,“ segir Ernst Fischer á einum stað, sú aldna
höfuðkempa marxisma í Austurríki. „En ég held ekki,“ bætir hann við, „að
kreppa þessi stafi á neinn hátt af því, að listin er orðin verzlunarvara .. .“
Fremur tvíræð afstaða kemur fram í kenningum nývinstrimanna. Að einu
leytinu líta ungir og byltingarsinnaðir menntamenn okkar á bókmenntir sem
vopn í átökum og leggja einvörðungu á þær þann mælikvarða hversu vel
þær þjóni slíkum tilgangi. Þeir staðhæfa, að skenmitan og þekking hafi eng-
in gildi fólgin í sjálfum sér; þetta tvennt hafi jafnvel beina tilhneigingu til að
efla það fyrirkomulag sem rótfast sé og þessvegna beri að hafa horn í síðu
slíks. Rithöfundum eins og Giinter Grass og Heinrich Böll er vísað á bug.
Mao, Marx og Marcuse eru framámennirnir, sökum þess að þeir hafa skrifað
það sem þeir voru reiðubúnir til að framkvæma sjálfir (þó að erfitt kvnni
að reynast að sanna þá staðhæfingu varðandi Marx og Marcuse). A hinn bóg-
inn verða svo þessir sömu ungu baráttumenn, sem vænta svo mikils af rituðu
orði, til þess að ófrægja list og bókmenntir með því að tala um þær sem
„verzlungrvöru rétt eins og hvað annað“.
Bæði þessi sjónarmið hlutu stuðning og voru allt að því samræmd að dí-
alektískum hætti með sjaldgæfu dæmi marxistísks bókmenntamanns, sem
jafnframt var framúrskarandi heimspekingur, félagsfræðingur og lærdóms-
maður um tónlist: Theodors W. Adorno. Hann hefði átt að skrifa þessa
grein; sannleikurinn er líka sá, að búið var að fá honum það verkefni í
hendur. Skyndilegt fráfall hans lætur mörgum spurningum ósvarað. Við sem
nutum svo margs góðs af lærdómi hans og einmitt af frjálslyndi því, er að
lokum leiddi til missættis með honum og nemendum hans — sem voru menn
athafna öðru fremur — við stöndum eftir áttavilltir nokkuð, þótt eitthvað
kunni okkur að hafa þokað áleiðis.
Adorno kynni að hafa getað svarað spurningunni: hvað er unnið við það
að líta á bækur sem almennan neyzluvarning, úr því að aðstaða bókafram-
277