Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 57
Rithöfundurinn og markaSur hans
koma til hugar, að einn einasti þeirra eigi milljónina sína bókmenntum að
þakka.
Um það bil tuttugu þýzk stórútgáfufyrirtæki svara á vettvangi bókaútgáfu
til þess sem Mercedes, Volkswagen og Opel eru á sviði bílaframleiðslu. Fast-
ráðið starfslið þessara bókaforlaga er á þýzkan mælikvarða alltof lágt laun-
að (meðaltalslaun eru 1,500 mörk á mánuði), að undanskildum einum eða
tveim yfirmönnum sem kannski vinna sér inn allt upp í 5,000 mörk (þókn-
un sem háttsettur starfsmaður í vélaiðnaðinum myndi fúlsa við). Ef nú
eigandinn er milljónamæringur, eins og fjórir eða fimm þeirra eru, þá
hefur hann ekki komizt yfir milljón sína fyrst og fremst sem bókaútgefandi,
heldur sem prentari (eigandi prenthúss þar sem þrykkt eru öll eyðublöðin og
skýrslurnar sem skrifstofuveldið útheimtir í turnupplögum).
Það eru engin uppgrip í því að gefa út bækur — þó svo að örfáar undan-
tekningar séu til að sanna regluna. Samt bera útgefendur og nánustu sam-
verkamenn þeirra bara skolli mikið úr býtum í samjöfnuði við höfundana
sem þeir gefa út. Kjör þýzks rithöfundar sem framleiðanda abnenns neyzlu-
varnings eru áþekk kjörum hins enska stéttarbróður hans, nema hvað þau
eru öllu lakari. Þar sem ég bef verið heimilisfastur í báðum þessum löndum
og skrifað þrjár svokallaðar „metsölubækur“ (77-mal England, X-mal
Deutschland (útgefin í Englandi stytt, með heitinu This Germany), Wer
wirft den ersten Stein?), er ég prýðilega viss um hvað ég er að fara.
Ekki hefði ég getað framfleytt lífinu af bókunum mínum. Það tók mig
fimm ár að skrifa hverja þeirra um sig, og 100,000 eintök seldust á 20 mörk
hvert. Samkvæmt þessum lauslega útreikningi seldi ég 300.000 eintök á
fimmtán árum, sem samanlagt gáfu af sér 6.000.000 marka í aðra hönd. En í
stað þess að vera sexfaldur milljónamæringur vinn ég fyrir brauði mínu sem
starfsmaður hjá útgáfufyrirtæki (dagblöð, handbækur) eins og svo margir
vinir mínir og kollegar gera. Eg er ekki að nöldra; ég er að reyna að út-
skýra það hversvegna maður getur ekki lifað á því að skrifa bækur í kapítal-
ísku þjóðfélagi, og þarmeð hvernig á því stendur að bókmenntirnar sem
verzlunarvara gera skilgreinanda þess fyrirbæris gramt í geði.
Mér er kunnugt um aðeins fjóra þýzka rithöfunda, búsetta í Sambands-
lýðveldinu Þýzkalandi, sem geta lifað af bókum sínum: Heinrich Böll, Giinter
Grass, Erich Kastner og Siegfried Lenz. Lítilþægni, vanafesta, viss leikni og
svo heimsfrægðin hafa gert þeim þetta kleift — fjórum af fjörutíu þúsundum
þýzkra rithöfunda! Ég hef fylgzt með gengi þeirra úr nálægð. Ferill þeirra
styður það sem ég held fram: bókmenntir eru stórlega hæpinn söluvarningur.
279