Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 69
Blómstur í mýrinni
Þegar okkur var sagt upp sendiboðastarfinu héldum við okkur meira inni
við en áður og þar við bættist að dimma tók á kvöldin og hillti undir vetur.
Hvíldardagur vinnukvenna var ekki stílaður upp á heilaga ritningu þótt
svo væri um flest annað í lífi kvenna fyrr og síðar. A fimmtudögum voru
þær frjálsar manneskjur sem fóru sinna eigin ferða án þess að spyrja kóng
eða prest. Þá var allt fágað og hreint á vinnustað. Meira að segja nýbaðaðir
hundar settu upp helgisvip.
Þegar hringt var dyrabjöllunni hjá leiksystur minni varð maður að setja
sig í stellingar löngu fyrir fram áður en hurðin opnaðist vegna þess að á
henni var útbúnaður sem gerði innandyrafólki mögulegt að grandskoða
utandyrafólk án þess að það hefði hugmynd um. Þegar kom inn í yztu for-
stofuna af þremur blasti við rókókóspegill og kristalsdropaljósakróna en á
hattahillunni var stór hjálmur með merki. Var það höfuðfat húsbóndans ef
stríðið yrði svo ofsafengið og rammíslenzkt að innfæddir yrðu að berjast
sem aðrir. Eg hneigði mig fyrir hattinum og gekk full lotningar innum
hinar forstofurnar, gegnum skálann og stigann upp á efri hæðina sem var
paradís okkar því að þar voru mörg stór og björt herbergi með fáum hús-
gögnum og vorum við þar frjáls og ótrufluð af öllum þeim vanda sem börn
eiga við að etja í stofustássheimi fullorðinna. Herbergi vinnukonunnar var
á þessari hæð. Hún hét Búdda. Mæja og Búdda voru beztu vinkonur, ágætis-
manneskjur, góðar við börn og hunda og hreint ekki smámunasamar.
Þennan fimmtudagseftirmiðdag var mikil spenna í andrúmsloftinu á efri
hæðinni. Búdda og Mæja svifu frekar en gengu, hölluðu krullupinnahöfð-
unum saman, hvísluðust á og skríktu, mátuðu föt og stússuðu tímum saman.
Um sjöleytið voru þær komnar í sitt fínasta skart, með púffermar, eyrna-
lokka, háhæla skó með ökklabandi, gljáandi silkisokka og kálfasíða kjóla.
Við fylgdumst með öllu sem þær gerðu, réttum þeim greiðu og renndum
upp lásunum aftaná.
„Búdda, hvað á ég að gera, ég er svo föl og næpuleg?“
„Standa á haus.“
„Ertu vitlaus, ég er búin að greiða mér og allt.“
Við stöllur þekktum gamalt íslenzkt húsráð og læddumst niður shgann
inn í eldhús. Eftir skamma stund stóðum við vopnaðar rauðu kaffibætisbréfi
við hlið Mæju og þegar hún hafði strokið kinnar sínar með því var hún
sem tvítug jómfrú í vöngum og brosti án þess að setja höndina fyrir munn-
inn. í speglinum blasti við ógn og skelfing. í efri góm vantaði aðra hverja
tönn. Enginn þurfti að segja okkur að konan væri að fara í boð og jafnvíst
291