Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 79
Minn trúnaður er ykkar trúnaSur
skónum aS kveffa til að hljóta hylli samtíSarinnar í fyrstu lotu, heldur til bar-
áttu. Þetta má sjá víSar í fyrstu bókinni:
Eg væri þvi ekki fiábitinn að storka lýðnum í kvöld
eSa:
... vandlætingin skal fá að glóa á sköllum stórmenna (bls. 45)
Aftur á móti lýsir kvæSiS „ByrSi kastaS“ þeirri bjartsýni aS loks muni sigur
nást. Slíka bjartsýni er víSa aS finna í verkum Þorsteins, þótt uggur og böl-
sýni geri mjög vart viS sig einkum í síSari ljóSabókum hans. En þessi
sama afstaSa, baráttan gegn því sem ríkir í samtíSinni, kemur og glögglega
fram, tam. í síSustu ljóSabók hans til þessa lórvík. Nefna má kvæSiS „Ekki
þekki ég manninn“:
Oskaðu þér inngaungu í þjóðarhjartað
að hitta fyrir frið og sannleika
og þér mun vísað í hallargarð æðsta prestsins
að koleldinum
og ásamt þernunum muntu hlýða
á margar glæpsamlegar afneitanir —•
í þessu kvæSi verSur „inngánga í þjóSarhjartaS" aS myndhvörfum hinnar
„glæpsamlegu“ afneitunar Péturs postula á Kristi sem kunn er úr Mattheusar-
guSspjalli. Sá er æskir sátta viS og hylli af samtíS sinni hittir fyrir „glæp-
samllegar afneitanir“ í staS friSar og sannleika. SamtíS okkar býr hvorki yfir
friSi né sannleika, „þjóSarhjarta" okkar er svívirt af mörgum afneitunum,
og til þessarar samtíSar er aSeins baráttu aS sækja. 1 öSru ljóSi sömu bók-
ar leggur skáldiS áherslu á aS samviskan verSur ekki svæfS þegar „drýpur
af trjánum blóSiS“ (Samvizka bls. 41), en hér sem víSar er „tréS“ skáldinu
tákn veruleikans svo sem síSar verSur vikiS aS.
Á þaS hefir veriS minnst aS Þorsteinn frá Harnri skipar ljóSum sínum í
kafla í lj óSabókunum. Myndar hver kafli þannig nokkra heild samstæSra
ljóSa sem fjalla um svipuS vandamál og eiga svipaSa niSurstöSu og boSskaji.
Hugmynd skáldsins um ljóS sín er því ekki sú aS hvert þeirra sé afmarkaS-
ur heimur út af fyrir sig, heldur tengir þaS þau saman í stærri heildir. Þetta
er og í fullu samræmi viS yrkisefni Þorsteins sem flest eru dregin af félags-
legum vandamálum. Heimur ljóSanna er ekki einkaheimur skáldsins, heldur
veröldin umhverfis okkur og vandamál hennar. Svo aS vikiS sé hins vegar
aS hinum persónulegari IjóSum Þorsteins, hefir þess veriS getiS hér áSur
301