Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 86
Tímarit Máls og menningar
meira á hjarta, og í lokin slær það fram meginröksemd sinni og gerir í sama
vetfangi orðið: „nærgætni“ að öðru öfugmæli:
I Víetnam brenna lifandi blys glöðum loga
tdl yndis þeim hjartahreinu —
Orðið „hjartahreinn“ vísar hér beint til „nærgætninnar“ og gefur henni enn
dekkri svip. Þannig hefir kvæðið öðrum þræði snúist upp í ádeilu á fallegu
merkingarlausu orðin sem við notum til að komast hjá óþægindum og vísar
þannig aftur til kvæðisins „Lofsaungur“ í Lifandi manna landi, en þar veg-
samar skáldið þann dag er mennirnir þora „að kryfja kvik fallegu orðin
sín“ og eiga „sjálfir þá kvöl vísa/ að eingjast/ fyrir þeim sannleik/ að mein-
semdir orðanna“ hafa valdið hinu mesta böli. Kvæðinu „Barátta11 lýkur
síðan á því að öfugmælið er fyllt út ineð því höggi sem kvæðinu í heild er
ætlað að verða. Enn er orðaval allt jafnagað og allt að því hikandi:
það er eitt af því sem við erum sameiginlega andvígir
en sú barátta er á þá leið að menn segja sem fæst.
Það er ekki síst athyglisvert í þessu efni að lokalínuna, hinn þunga áfellis-
dóm, ákvarða orð og orðasambönd eins og: „sú“, „á þá leið“, „menn segja“.
í hverju skrefi er eins og skáldið hiki við og hugsi sig um, en velji síðan
veikustu orðin til að tjá sterkustu hugsunina. Þannig býr kvæðið yfir mikilli
spennu hins sagða við hið ósagða, spennu er gefur því aukinn styrk og gerir
það áleitnara á hug lesandans. í kvæðinu „Komið út undir bert loft“ notar
skáldið svipaðar aðferðir, ma. þérun, en kvæðið er áköf hvöt til manna um
að láta af sinnuleysinu og aðgerðaleysinu, sem „Barátta“ beinist einmitt
gegn:
Gerið uppskátt
um gleði yðar hatur girndir sorgir
og annan skepnuskap
og ég mun ábyrgjast yður á eftir sem mennska menn.
(Lángnœtti á kaldadal, bls. 56)
En síðan:
Ekki svo að skilja
að það sé neitt fyrir yður að hreykjast af.
Þarna er eins og dregið sé í land, myndinni snúið við andartak til að sýna
hana hinum megin og dýpka hana. Og í þessu kvæði haldast sem fyrr í
hendur hið hversdagslega orðaval, samþjöppunin og hin hægláta ögun sem
einkenna máltök og stíl Þorsteins frá Hamri.
V
308