Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 91
Minn trúnaSur er ykkar trúnaður
Þannig færist áherslan smátt og smátt nær manninum og vandamálum hans.
Kvæðinu lýkur síðan á jákvæðri niðurstöðu:
Þær stundir koma yfir mig aS mér berast hróp
úr morgninum svölum morgninum
þau orff hrífa mig aff af mér bresta fjötrar
í dag safnast margur í eina affför.
Þarna er táknið: „morgunn“, enda ríkir hér bjartsýni og birta í lokum kvæð-
isins. En allt býr það yfir magnaðri hrynjandi, sterkum endurtekningum og
myndhvörfin reka hver önnur.
A sama hátt og Lángnœtti á kaldadal dregur síðasta ljóðabók Þorsteins
til þessa nafn sitt af hinni rislitlu Jórvíkurför nútímamannsins, svo sem fyrr
er rakið. Þess má hins vegar geta í þessu efni að bókinni lýkur á jákvæðri
niðurstöðu svo sem síðar verður drepið á í öðru sambandi.
Heiti bókarinnar Tannfé handa nýjum heimi er dregið af einu kvæðanna
í bókinni og nefnist það „Eign“. Þau tákn og annað er af ljóðum skáldsins
verður ráðið um afstöðu þess til listarinnar og ætlun með henni má draga
saman í þetta bókarheiti. Þorsteinn hugsar sér Ijóð sín tannfé handa þeim
nýa heimi sem hann berst fyrir. Og um leið eru hin sögulegu yrkisefni, stef
og minni, hin íslenska lj óðerfð og menningararfur það tannfé er hann ætlar
ljóðum sínum að flytja, enda er tam. í þessu kvæði vísað til Grettis sögu
svo sem áður er drepið á. En hlutur skáldsins er síðan sá að leggja þennan
skerf fram til baráttunnar fyrir hinum nýa heimi, reiða tannféð fram. Kvæðið
er þannig:
Eg á mér ofurlitla undrun í tannfé handa nýjum heimi: ég er stundum
aff reyna aff lifa upp daga sem mér finnst ég eiga. Þá eru þaff affeins
d!raumsveipamir sem gára vötnin og flytja mér ómett höfuff liffinna tíða.
V
Hér hefir áður verið minnst á að í ljóðum Þorsteins frá Hamri hefir
ágerst bölsýni eða uggur um framtíðina. Gætir þessa einna mest í síðustu
bókum hans tveimur Lángnœtti á kaldadal og Jórvík. Oft er það svo að
skáldið túlkar þessa kennd sína í kvæðum er hafa sögulega uppistöðu, og
blandast hún þá gjarnan nokkrum trega. Og oft blandar skáldið í ljóðum
sínum við þetta háði og biturð, enda er þetta tengt vonbrigðum hans og
andstöðu við ríkjandi ástand. Þegar öllu er á botninn hvolft, svo sem sýnt
verður síðar, er tæplega rétt að segja að bölsýni ríki í ljóðum Þorsteins,
313