Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 93
Minn trúnaður er ykkar trúnaður
einsog draumsýn úr liðinni bernsku
eða stef úr gleymdu kvæði
og grípa mig glaðbeittum huga:
mynd sem þeir ekki ætluðu að týna —
stef sem nægir þeim
til að kunna kvæðið að nýju.
Hér er sami vafinn og uggurinn sem fyrr og vakir yfir hverju orði. En mynd-
hvörfunum er haldið áfram og þau eru enn í mótun, enn lifandi þáttur í
heild kvæðisins. Vitnað er að nýu til þeirra kvæða er áður hafa verið nefnd,
en sú tilvísun er einnig myndhvörf annars og meira. Hinir „þreyttu gángna-
menn“ eru stéttarbræður „erfiðismannanna“ í kvæðinu „Harðindi“ sem áður
er getið; hinir sönnu „innviðir“ þjóðfélagsins svo að vitnað sé í enn annað
kvæði skáldsins (Lángnœtti á kaldadal, Vökur). Þannig setur skáldið veika
von sína á almúgann, alþýðu landsins, að hún hafi ekki látið glepjast af
„kórónu lífsins“, þægindum og prjáli. Og hugrenningin heldur áfram og
kvæðið nær hámarki sínu:
Því ég liugrenníng þín
var einnig ósk þín
um lánglífi í landinu
og saung vökumannsins
sem nú virðist hyggja á svefn
í regnvotum mosanum;
þó ég finnist
getur það skeð örskoti of seint.
Þannig lýkur kvæðinu í ugg, en því fer fjarri að um sé að ræða bölsýni og
vonleysi því að vonin um að alþýðan taki við sér er enn vakandi. Tvö síðustu
vísuorðin eru og hvatning, en kvæðið í heild er „saungur vökumannsins“.
Aður hefir verið getið um kvæðið „Biskupsbrekku“, en þar beitir skáldið
sögulegu efni til að tjá nútímavandamál. í þessu kvæði kemur uggur Þor-
steins skýrt fram, kvíði hans við ferðinni fram undan. Og sem í kvæðinu
„Til fundar við skýlausan trúnað“ kveður hann sér til vitnis orð eldri skálda,
en gefur Ijóðinu um leið myndhverfa merkingu þeirrar langferðar sem ævi
mannsins er.
í Jórvík er kvæðið „Þjóðin“ og hefst þannig:
Mena sem gángandi eru híngað komnir
fullir saknaðar
315