Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 97
Minn trúnaSur erykkar trúnaSur
síðasti kafli Lijandi manna lands ber einmitt heitiö „Birta“. í þeirri bók,
en framar, lýsir hann vissu sinni með orðunum:
Þeir hylja aldirei þinn liimdn ... (Valtýr á grænni treyjn, bls. 39)
í Tannfé handa nýjum heimi kemst hann þannig að orði í kvæðinu „Undur“
og skynjar þar framtíðardraum sinn á sama hátt og Þorsteinn Erlingsson
gerði í kvæði sínu „Brautinni“:
Hvílík umdur væru það ekki að vakna
inní dag sem opnaðist hreinn og nýr
með vott og ángandi gras þarsem fyrr voru flög
og rykmóar sem þú röltir með feigð í beinum —
Hér verður ástand jarðar og gróðurs skáldinu að tákni þess er síðar kemur
fram í kvæðinu: mannlífsins, og upp úr þessum táknum hefjast myndhvörf
kvæðisins. Og í samræmi við þessa draumsýn og framtíðarvon er kvæðið
ríkt að fastri hrynjandi og samhljómum, enda beitir skáldið hér stuðlum án
þess að binda kvæðið til fullnustu hefðbundnum bragreglum. Þannig falla
hér saman efni og ytra mót og styrkja þannig boðskap kvæðisins enn frekar.
Og skáldið heldur áfram:
hvílík undur væru það ekki að vakna:
vita daginn svo glaðan hreinan og nýjan;
sjá hann brosa við öllu úngviði heimsims;
og böm þín hlypu glöð útí þetta gras.
Upphafsorðin eru endurtekin og „undrin“ þar með ítrekuð, en grasið, vott
og angandi, einnig ítrekað sem miðdepill ljóðmyndarinnar. Og þannig er
þetta kvæði af þessum heimi, en ekki öðrum, og fjallar um hina jarðnesku
paradís sem mönnum skal búin. Þessi jarðneska paradís og þráin eftir henni
er kjarni verka Þorsteins, og uggur hans er til kominn vegna hennar. Þannig
má segja að í hinum raunsæu myndum er hann dregur upp af samtíð sinni
felist ævinlega hærra markmið, framtíðartakmark. Og milli þessara lýsinga
og þessa takmarks ríkir spenna sem gefur kvæðunum gildi hvatningar og
vakningar til baráttu og félagslegrar sóknar, jafnt á sviði þjóðernismála sem
þjóðfélagsmála. Þannig er Þorsteinn frá Hamri í hópi þeirra skálda og rit-
höfunda er leggja áherslu á félagslega virkni verka sinna, rita virkar bók-
menntir.
í lokaljóði bókarinnar Lifandi manna lands lýsir Þorsteinn fullvissu sinni
um framtíðina og hér verður uggsins ekki vart. Hér ríkir bjartsýni:
319