Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 99
Minn trúnaður er ykkar trúnaður
Þorsteinn gerir sér og ljóst hvað það kostar að víkjast undan að axla
þessa byrði. í kvæðinu „í gröfinni“ kveður hann um þann sem grafið hefir
sig í ham og dulið vilj a sinn og kenndir. Hamurinn fer allra sinna ferða, en
Stundum ntætir honum einkver
sem hefur vogað sér
að láta allt sitt uppi.
Þá er þaff
sem þú byltiir þér sárreiður í gröfinni — (Jórvík, bls. 26—27)
Þetta baráttuþor kemur fram í tveimur síðustu ljóðum síðustu bókar Þor-
steins til þessa. Þessi ljóð munu bæði hafa persónulegan neista að sköpun
sinni, en fjalla bæði um nýan áfanga ævi manns og lýsa því hve hann gengur
ótrauður af stað til hins næsta. Fyrra ljóðið „Kveðja“ er í senn rammara
og í ætt við fyrri tíma og þjóðsagnaheim, enda er það kveðið að hefðbundn-
um bragreglum, sniðið þétt og knappt. Þarna er lýst skipreika manni er
hann ber „að nýrri strönd sem fræ“ þess er vaxa skal enn upp til nýs lífs,
reiðubúið að taka nýum veðrum:
stonnar rísi og byljina hvessi —•
Þessari kveðju til hins liðna lýkur á því að hún hverfur í sjálfa sig og
leggur þannig aukna áherslu á inntak sitt: „stund sem var stutt er geingin“
og nýtt líf hafið. Hér er til einskis að benda nema inn á við:
hver þú ert veit einginn
annar en ég og vísa þessi.
Skipbrotsmaðurinn er ókunnur á hinni nýu strönd, og enn er framtíð hans
óráðin, en viljinn og æðruleysið, baráttuþorið, er óbugað; og hann læsir
nafn sitt í vísuna. Og síðasta kvæði bókarinnar lýkur einmitt á því að haldið
er af stað til hins nýa lífs ótrauðum skrefum:
Enn taka dagarnir stefnu:
enn hyggjumst viff leingi lifa. (Jórvík. Leingi hugðumst við lifa)
Hér hefir áður verið getið um þá von er Þorsteinn frá Hamri setur á
alþýðu landsins. Hann víkur og að þessu í „Armannskvæði“ er Ármann
segir:
svo oft hef ég vakið gestagleði
hinna óbrotnu
hvað sem öðru líður.
Rétt eins og þjóðernistilfinningin treystir á almúgamanninn, þannig telur
21 TMM
321