Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 103
Minn trúnaður er ykkar trúna'Sur
þau vefjast aðrir þættir þess. Söng fuglsins er lýst með æ meiri ákefð og
hita er á líður ljóðið. Smátt og smátt færist áherslan nær mönnunum í kring
um bálið, eins og fugl sveimi yfir þeim, og loks er „hjartabarnið“ leitt
þeim á vit „í laufgað kjarrið“. Hér er skógartáknið, tákn veruleikans, ekki
lengur „myrkviður41, enda hvílir á ljóðinu heiður og bjartur blær er fellur
saman við hvatninguna og lýsingu fuglsins. í lokin kemur síðasta hvötin:
„bíðið meðan hann sýngur“, lokaendurtekning hinnar ytri uppistöðu ljóðs-
ins er felur kjarna boðskapar þess í sér: fuglasönginn og frelsun „hjarta-
barnsins", en myndhvörf ljóðsins felast einkum í þessum orðum. „Hjarta-
barnið“ er hjarta mannsins í hinni gömlu og háleitu merkingu þess, hið
göfuga og háleita í manninum sjálfum. Það sem „fuglinn“, tákn skáldanna
og listarinnar, frelsar er þannig í mönnunum sjálfum, og því er þetta Ijóð
vissulega þessa heims. Listin er vopn í baráttunni fyrir frelsun mannsins.
Þannig falla allir þættir saman í einn farveg, hægan og niðandi, svo að vart
verður sundur skilið. Endurtekningarnar ítreka og þyngja boðun ljóðsins,
og þessar endurtekningar eiga sér einnig stað í hinum háttbundna, hljóm-
fasta búningi.
Loks skal hér getið eins kvæðið Þorsteins frá Hamri, en þar ávarpar
skáldið lesandann og dvelur enn við gildi listarinnar og ætlun sína og til-
gang með henni. Ljóðið er einnig úr bókinni Lángnœtti á kaldadal og nefnist
„Á glugga“; myndhvörf þess felast í því að guðað er á glugga:
Hér sé guð.
Síðan lýsir skáldið för sinni um villugjarna leið:
Ferð mín er einsog við mátti búast
raunar villugjamt að venju
og það sem hættulegast er:
vörðurnar komnar að hruni.
Skáldið lýsir för sinni sem hins einmana göngumanns og lýkur á gamal-
kunnri mynd: vörður á leið. En þær eru nú komnar að hruni og leiðin orðin
villugjörn. Tímarnir hafa breytst og hinar fyrri leiðir eru ekki lengur vísar.
Ogunin nýtur sín vel á þessu ljóði, og skáldið telur fyrir sér það sem þó
er til gleði:
En maður á sér himin
hamraborgir
vötn strá
maður lumar á augum og sér þetta —
og svo er mannlífið.
325