Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 105
Grímur Thomsen
Bréf frá París 1846 og 1847
Til Brynjólfs Péturssonar
1.
. . París 16 August 1846.
tírinjoltur minn!
Þú hefir líkast til fengið bréfið, sem eg skrifaði þér frá Dresden með kammer-
ráði Langgaard, og nú vonast jeg bráðum eptir bréfi frá þér sjálfum, sérílagi
vona jeg þú skrifir mér fréttir að heiman, eg heyri sagt að mislingamir sé
komnir þángað.
Eg kom híngað þann tólfta. Frá Dresden ferðaðist jeg með greifa Moltke
og prestinum Schjötz, sem var svosem hans „hofmeistari“ til Teplitz; það er
fallegt fyrir ofan Teplitz; þaðan til Carlsbad; og þar baðaði jeg mig, þaðan
til Eger; þaðan ígjegnum Bæjaraland til Bambergar, Wiirzborgar til Frank-
furt við Main. Það var makalauslega falleg og skemtileg ferð; aðeins fórum
við of fljótt yfir. Böhmen er reyndar fallegra land enn Bæjaraland, en það er
so andskoti leiðinlegt að ferSast ígegnum Böhmen. Carlsbad er einsog þú
sagðir einn sá fallegasti bær, sem maður getur hugsað sér og loftið er þar
svo dæmalauslega gott. Þú manst víst eftir hæðinni „Panorama“, þarsem veit-
íngahúsið er, og þaðan sem sjá má yfir allann staðinn. í Bamberg er gamla
dómkirkj an með kryptkirkju undir frá 1009 ári eftir Christ, en í Wurzburg
er einn sá styrkasti kastali sem til er. Eg sá kastalann allann uppi og niðri og
hef eg aldrei á minni æfi séð annað eins og Casematterne þar; hugsaðu þér
koldymmar kaldar og naprar hvelfíngar úr sandsteini sem liggja um þvert
og lángsettir til skiptis og svo veit maður ekki fyrri til enn maður er kominn
uppí turn, sem liggur hátt á bjargi uppi og þaðan má sjá yfir allann bæinn
Wurzbúrg og uppeftir ánni Main. Frá Wurzburg fórum við á gufuskipi upp-
eftir Main allann veginn til Frankfurt am Main og það er einn sá fagrasti
dagur sem upp yfir mig hefir runnið; veður var blítt og þó heldur heitt (28°R
í skugga) enn víðsýni frammeð öllum árbökkum. Þar sá eg eina þá fallegustu
Á spássíu: NB. í Carlsbað hugsaði eg tíl þín og keypti handa þér dósir tíl mnnníngar
um Carlsbad, sem meðreiðannaður Moltkes, Séra Schjötz færir þér í haust, þegax hann
kemur aptur frá Boppart.
327