Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 106
Tímarit Máls og menningar
stúlku, sem eg hef séð, hún var rússnesk einkum var hún dæmalauslega hand-
fríð. Frankfurt við Main er merkilegur bær j>ví fátækt og auðæfi hvort-
tveggja á hæðstu tröppu skiptast á hvað við annað; Millionenstrasse (o gata,
þarsem engin býr nema þús. þúsundarar eða jjríhöfðaðir peníngaþussar
svosem Rothschild) liggur skamt frá „Judenstrasse“, sem er álíka fögur og
„Smedegangen“, eða Petur Midsson. í Judenstrasse býr móðir Rothschilds
„die Baronin Rothschild“, hún er nú 99 ára og þegar hún verður tíræð gefur
sonurinn ríki (kat’ exokhen) Rothschild 100000 bæjörsk gyllini til fátækra.
Aldrei hef eg séð aðrar eins búðir einsog í Frankfurt og hér. í Frankfurt er
stytta Goethes eftir Schwanthaler og ennþá stendur húsið, sem hann er fæddur
í. Frá Frankfurt fór eg til Mainz og þar skildum við greifin & presturinn og
eg; þeir fóru til Boppart til vatnsbaðsins þar, enn eg varð eptir í Mainz; jjað
er fallegur bær, liggur rétt við þarsem Mainá rennur í Rín; þar er stytta
Guttenbergs í jötunstærð eptir Þorvald og sómir hún sér vel. Frá Mainz fór
eg á gufuskipi uppað Rínará til Coblenz, þó kom eg fyrst til Lerch og gekk
um kvöld og frammá nótt gegnum tvo djúpa dali voðalega og draugalega,
sem nefnast Sauerthal og Wisperthal þar átti Drusus Germanicus bardaga við
þýzka nokkrum árum eftir Krist (spurðu Philistana um ártalið; það var undir
Tíberíus keisara) og er kapella uppá bjarginu, sem Drúsus hefir byggt; hann
ætlaði til það væri kastali, en kristindómurinn gerði hér einsog víða annar-
staðar kapellu úr kastala og kallaði „Nollichthurm auf dem Drusus berge“.
Svo kom eg til Coblenz, þarsem Mosel rennur í Rín. Þaðan fór eg til slotsins
Stolzenfels og Ehrenbreitstein, sem er höfuðmikill víggyrðtur kastali, sem
Napoleon skaut niður 1809—10, en sem nú er aptur uppbyggður. Svo fór eg
til Cöln; aldrei hef eg séð annað eins og dómkyrkjuna þar, sem Erwin byrj-
aði, en sem ennþá ekki er hálfbúinn einsog ]jú veitst; það er ómögulegt að
lýsa henni til fulls, einsog hún á skilið, enn bún er líkust Jjví á að sjá, einsog
einn söfnuður upp af öðrum stæði hefjandi hendur sínar til himins; einn
turninn öðrum grennri og fínni stendur utaní öðrum stærra turni og minni
turn stendur aptur utaní honum en þó er kirkjan öll in massa ein sú stærsta
í veröld; ekki er Notre Dame hér neitt á við kirkjuna í Cöln og er hún þó
fræg um alla veröld einsog þú veitst. Kórinn í Cölnarkirkju er búinn og aðra
eins hvelfíng muntu aldrei sjá; englarnir sem eru uppi í hvelfíngunni eru
nokkuð meira enn þrjár álnir á stærð en niðri líta þeir út einsog úngbörn,
þegar eg kom inní kirkjuna var embættisgjörð þar og orgelið sogaði og
drundi gegnmn hvelfíngarnar, hvílíkt hljóð! Frá Cöln fór (ók) eg á ísarnvegi
til Aachen. Þar baðaði eg mig í keisarabaðinu (bains de l’Empereur) úr
328