Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 108
Tímarit Máls og menningar
og hefir sjálfur haft mest gagn af ferðum sínum. Hann fer héðan því miður
bráðum, og mun hann færa þér þetta hréf. Hann er brjóstveikur og það er
til hann reyni hvemin hönum verður af að fara til íslands og vera þar einn
sumartíma.
Eg fór frá Brussel til Waterloo, einsog eg sagði þér, og það er einn sá merki-
legasti dagur í mínu lífi. Um morguninn kl. 4 ók jeg í einhestisvagni frá
Brussel og kom til Waterloo kl. 7. Þar drakk eg kaffe og fékk mér fylgdarmann
upp til Mont St. Jean og Belle Alliance. Waterl. M. St. J og B. All. liggja öll
í einni línu, Waterloo næst Briissel, svo M. St. J. svo B. All.; hægra megin
við Waterloo er nú hátt fjall tilbúið af mannahöndum með ljóni úr kopar á
ofan, sem sett er til minnis um þann stað, þarsem hollendski prinsinn af
Oraníu var særður í bardaganum þángað náði hægri fylkíngararmur
Wellingtons og þar féll um kvöldið þann 18<fa júní 1815 rétt við bjargræt-
urnar undir ljóninu hrönnum saman gamla lífvaktin Napoleons, sem ekki
vildi gefa sig, enn deyja; vinstra megin við Waterloo (o: þegar maður snýr
bakinu að hænum) er þorp, sem eg man ekki nafnið á í þessu augnabliki;
þángað náði vinstri fylkingararmur Wellingtons. Þegar maður gengur beint
framm veginn frá W. til M. StJ. mitt á milli W. og MStJ. eru tveir minnis-
varðar sinn hverju megin við veginn annar yfir gröf Gordons Englendíngs,
sem þar féll, önnur yfir mörgum enskum dátum sem þar liggja undir í hrúgum.
Fylkingarbrjóst Wellingtons var á hæð rétt fyrir framan Waterloo. Franski
herinn stóð fyrir framan Belle Alliance vinstri armurinn beygðist upp að
ljónsfjallinu ámóti hægra armi enska hersins, en hægri armurinn frönsku
fylkíngarinnar sveigðist upp að þorpinu, sem eg gat um og sem eg man ekki
nafnið á, sjá þetta málverk:
tuf Ifr p.
f-fítr/Y
o
tti
sw.
/
m'
i
_____ Ú/ %
(/rtn£7/x>) &
a r ^ á a
A
<■ A~
/Jl JS-
A hinut
@0 I rííft Wrt Ti &