Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 110
Timarit Máls og menningar
þennan slæma stíl heilsaðu Finni og Rafni innilega frá mér og segðu eg
skrifi þeim báðum. Heilsaðu einnig öllum löndum, sérílagi Jóni Sigurðss.
Konráði, Gísla 1., Halldóri Fr. Hannesi o. s. fr. og skrifaðu mér bráðum til.
Lestu þeim sem þér lítst þetta bréf og minstu altend vinsamlega
þíns
Gríms
P. S. Blessaður skrifaðu mér nákvæmlega fréttirnar að heiman. Eg er líka
búinn að sjá kyrkjugardinn Pere Lachaise þarsem Heloise og Abelard,
Börne, Maussena, Mortier og margir aðrir merkismenn liggja grafnir. Eg
hef þegar komist uppí toppinn á Vendomestyttunni, Júlístyttunni og uppá
sigurbogann (arc de triomphe) d’EtoiIe, sem kostað hefir margar þús. þús.
fr. og bygður er til minningar um sigra Napoleons. Þaðan hef eg alta ex arce
despicerað mortalia. Heilsan er dágóð, nema hvað eg er andskoti heyrnarlaus;
eg held eg ætli að verða einsog gamli Fabricius. Heilsaðu Schleisner kjærlega,
líkast til skrifa eg hönum samt ofurlitla línu, ef eg nenni því. Vertu sæll.
Viðbætir
Þ 20sta Aug. 46.
Brinj. m.!
í fyrra dag var eg í fyrsta sinni í Theatre Fran^ais og sá Molieres „Misan-
thrope“, sem mér var lítil skemtan í og Beaumarchais’s „Figaro“, sem skemti
mér ágjætlega. Einkum lék Samson nokkur ágjætlega, hann var Figaro, miklu
er hann betri enn Phister, að mér finnst, því hann yfirdrífur (sit v. v.) ekki
enn er svo fullur af hrekkjakátínu og slægð að það er list. I gjærkvöld, var
jeg í „la grande Opéra“ (sem er mikið hús; 5 bekkjaraðir á hæð og að því
skapi vítt umfangs) og sá nýja opera eftir Flottow: „l’ame en peine“ og dans-
leikinn (ballet) „Paquita“. í honum lék Carlotta Grisi Paquita og aldrei hef
eg nú á minni æfi séð annað eins fótatak, aðra eins gyrnd og annann eins
mjúkleik. Hún er líka uppáhald Parísarmanna; þeir fleygðu í hana blóma-
krönsum og klöppuðu og orguðu og létu eins og þeir væru vitlausir. Hún
dansaði meðal annars spánska dansinn „E1 Jaleo de Xeres“ og sannarlega er
munur á að sjá hana dansa eða Jomfrúmar Grahn, Fjeldsted, Nielsen o. s. fr.
Þessutan er hún ágætlega vaxin og svo full af fjöri og gyrnd að það keyrir
framúr.
Annars er eg ekki ennþá kominn hér almennilega í stellíngar. Eg flutti
332