Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Qupperneq 112
Tímarit Máls og menningar
. 2. París 21 Sept. 1846.
Brinjolfur minn!
Eg skil ekkert í því að jeg skuli ekki vera búinn að fá bréf frá þér ennþá.
Þetta er nú fjórða bréfið sem eg skrifa þér, og enn ekkert svar.
Fyrsta bréfið skrifaði jeg þér frá Dresden í Júlí með kammerráði Lang-
gaard á Orthopædíunni, annað og þriðja frá París með Georg Buntzen þann
20 August að mig minnir, og það er annaðhvort um það, að þú hefir ekki
fengið þessi bréf, eða þú hlýtur að vera reiðari, enn sannkristnum náúnga er
heimilt. Svarirðu mér nú ekki uppá þetta bréf sem eg sendi beinlínis með
bréfberanum (póstinum) þá skal eg ekki mæða þig meir. Er Búntzen þá ekki
kominn til Hafnar ennþá, jeg léði honum 500 francs til ferðarinnar, sem
hann lofaði að senda mér aptur frá Khöfn um hæl, en jeg hef heldur ekki
fengið svomikið sem eina línu frá honum, svo jeg er skrifandi þetta bæði
reiður og daufur í dálk. Skyldi hann vera kominn þá blessaður skrifaðu mér
það, og skyldi hann ekki vera kominn, þá skrifaðu mér það líka; ef þú skyld-
ir tala við hann, þá þarf eg ekki að biðja þig um að láta ekki bera á penínga-
sökum Búntzens og mín o: að þú vitir nokkuð af því, og talirðu við hann þá
skilar hann þér báðum bréfunum, sem eg hef ritað þér með mikilli nákvæmni
og þarí uppteljandi öll þau ósköp og undur, sem mér hafa fyrir augun borið.
Einnig er mér farið að leiðast eptir að frétta eitthvað að heiman, því nú
hljóta skipin að vera komin, og þessvegna gerðirðu gustukaverk, ef þú skrif-
aðir mér sem fyrst.
Síðan eg skrifaði þér seinast hef eg litlu við að bæta, nema því hvað stúlk-
urnar hér eru yfirhöfuð að tala félegar, án þess að vera fríðar, en til þess
að komast í kast við þær, verður maður að vera fjáðari, enn jeg, einsog þú
getur nærri þegar Frakkar segja sjálfir, að fáir menn séu svo ríkir hér í París,
qu’ils puissent entretenir une femme (að þeir geti haldið eina stúlku einsaml-
ir). Er úngi Molke Bregentved kominn aptur til Hafnar frá Boppardt. Þú veitst
hann var samferðamaður minn gegnum Böhmen og Bæjaraland, einsog jeg
hef skrifað þér í hinum bréfunum mínum. Svomikið get eg sagt þér að eg
gleymdi ekki að minnast á þig, og hann þekti þig ofurvel af afspurn og sagði
að faðir sinn hrósaði þér sérlega, hafðu það. Hofmeistari hans séra Schjötz,
sem þekkir marga Íslendínga frá fornum tíðum og þarámeðal þig, lofaði
mér að færa þér tóbaksdósir, sem eg keypti handa þér í Karlsbad? Og
þú gjörir ekki svomikið sem skrifa mér eina línu og segja mér hvornig ykkur
líður og hvömin kaupin gjörast á eyrinni heima á voru landi.
Heilsaðu Jóni Sigurðssyni, Gísla 1. Konráði Kulbeinsen, (eg sé hann er far-
334