Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
málróm. Hún lék Phedru, hana Phedru, sem átti Theseus bónda, en var skotin
í stjúpsyni sínum Hippolytusi. En nú var Hippolytus haröur í horn að taka,
eins og Jóseph heitinn Skaptason frá Gyðíngalandi o: hann vildi ekki leggjast
með Phedru, af því hann var svo skírlífur — og hún of gömul. En þetta tók
hún illa upp, einsog nærri má geta, því það gjöra stúlkur og konur allajafna
og svo sagði hún Theseusi, að — Hyppolytus hefði gert sér það nauðugri, og
svo velti Theseus tuggunni (tóbakstuggunni) í munni sér, spítti um tönn og
sló hnefanum í litla borðið, og var það kallmannlega gjört og svo — og svo
— varð slagsmál og djöfulskapur i höllinni. — Þessa rullu spilaði nú Rachel
vel, einkum röddin, eg hef aldrei heyrt annan eins málróm, hún hvíslar svo
það heyrist um allt húsið, og tekur undir í brjóstum kalls og kvenna.
Boufjé er um 60gt, hann leikur í Theatre des Varietés. Yí.öíu'Srulla (s. v. v.)
hans er gamin de Paris „(Pariserdrengen“) og Michel Perrin. Aldrei hef eg
nú séð annað eins; engin skyldi hugsa hann væri eldri enn átján vetra, nema
þeir sem sjá eins vel og eg, því eg gat séð hvað gamalt andlitið á honum var
undir „Sminken“ (Guði sé lof, við eigum ekkert orð á íslendsku yfir „Smin-
ke“). Hann gjörði allrahanda strákalæti, svosem að detta ofanaf stólnum,
leika sér að snarkrínglu, eða hvað það heitir o. s. fr. — Er skólinn fluttur í
Rvík, er Gísli Magnússon kominn til Hafnar? Hvað verður gjört við Bessa-
staðastofu o. s. fr.? Heyrðu! vel er það Schleisner fer heim, fyrst engin ís-
lendíngur er til, og eg hefði nærri því sagt, hvort sem væri, því aldrei kemur
hann nema til góðs, það er eg viss um. Heilsaðu honum innilega frá mér,
þángað til eg skrifa honum næst sem bráðum verður, þó eg uppá vissan máta
eigi bréf hjá hönum. Hvornin líður Séra Pétri bróður þínum, og hvað ætlar
hann fyrir sér?
Eitt er enn færðu frændfólki mínu kjæra kveðju mína gegnum Jón frænda
ef þú vilt og spurðu hvort eg egi ekkert bréf frá móðurbróður mínum hjá
þeim. Dæmalauslega lángar mig til að ná í kortin yfir ísland, sem þú átt, það
gjæti orðið mér til gagns hér að gefa t. d. De la Roquette (franskur maður
sem eg er kominn í kunníngsskap við) það, enn þú munt nauðugur vilja láta
þau af hendi rakna við mig, og þessutan er örðugt að koma þeim, nema ef A.
F. Höst vildi koma þeim til mín.
Það var vel áminnst með Höst. Heilsaðu honum kjærlega frá mér og fáðu
honum viðlagðann seðil frá Dela Roquette, sem ágyrnist þessar bækur gegn-
um Höst. DelaR. er áreiðanlegur ríkur maður, svo Höst er óhætt að senda
honum bækurnar. Þessutan er hann lærður maður, sem hefur mikið að þýða
hér í borginni, svo Höst getur orðið gagn að því, ef hann leysir þessa „Comm-
338