Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 117
Bréf frá París
ission“ fljótt og vel af hendi. Biddu Höst líka um „Dansk Bibliographie" fyrir
í fyrra og í ár, tvö Expl. ef hann getur. Eg skrifaði Jóni Sigurðssyni um það
á dögunum, en hef ennþá ekki fengið svar. Hvað starfar Konráð? Hvað segir
fólk um „sögubrotin“ mín, þú hefir komið því öllu í lag fyrir mig, mikill
öðlíngur ertu, er ekki svo. Eg ætla nú ekki að vera að þessu lengur, en kveð
þig nú og kyssi, og óska þér alls góðs, þángað til við sjáumst næst í anda, sem
eg vona verði bráðum. Þú heilsar þeim sem þér lítst frá mér. Hvernin lifir
greifi Snúrencé? Segðu Eiríki Jónssyni og Gísla Brynjúlfssyni, að eg vonist
eptir bréfi frá þeim, og þori ekki að skrifa þeim áður. Kulbeinssen bið eg
kjærlega að heilsa. Hvernin gengur íslenska prófessoratið hans. Þorsteini
kaupmanni bið eg ekki að heilsa. Hann skal einhverntíma eiga mig á fæti,
þegar mér vex fiskur um hrygg.
Þinn
Grímur Þorgrímsson
Komdu innlögðu bréfi til Major
Meza fyrir mig. —
4. Parísarborg 29da Novbr. 46.
Brínkollan mín!
Ekki lítur svo út, einsog þú ætlir að verða yðnari að skrifa. Eg á nú hjá
þér 5 bréf, það er að skilja, síðan eg fékk bréfið þitt um daginn, hef eg ritað
þér tvívegis í fyrra skipti með Stillíng meistara, í síðara sinni fyrir eitthvað
10—12 dögum síðan ígegnum legatíonina. Kamarjúnkur og sjómannafyrir-
liði Bjálki (Bjelke) fer héðan ámorgun, og hann tekur bréf þetta af mér.
Hann er einn af þeim fáu Dönum sem eg hef umgengist hér og gétur hann
sagt þér hvernin mér líður. Svo mikið er vist að eg kann hér dæmalauslega
vel við mig, eg voga jafnvel að koma hér í samkvæmi, svo illa, sem eg tala
frönsku, og þykir gaman að því. Fólk er hér svo hispurslaust, að minnsta
kosti þar sem eg kem, maður er látinn í friði, getur talað og þagað eptir því,
sem maður vill, komið þegar maður vill o. s. fr. Annars er örðugt að kom-
ast hér í kunníngsskap við fólk, því Frakkar eru grunsamari enn menn skyldu
hugsa. Þú manst víst að ég fékk hjá Finni meðmælíngarbréf til Englendings
nokkurs, Major Fryes, ,sem hefur snúið Oehlenschlagers „Nordens Guder“, á
ensku o. s. fr.; hann hefur tekið mér svo makalauslega vel og komið mér inn
í samkvæmi Lady Elgins og greifinnu Bouillé. Lady Elgin er ekkja eptir þann
lorð Elgin, sem „The Elgin marbles“ eru viðkendir, og sem Byron nestaði
339