Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 121
Bréf jrá París
vaxnar, þó það sé ástundum máské ekki annað enn blessuð bómullin. Það er
nú til dæmis Mademoiselle mín Angéle, hún hefur svart hár og svört augu, er
gyrndin sjálf með góð hrjóst, mikinn rass og miðmjó, og það á við þig, ef
mig rángminnir ekki, enn allt kostar það penínga. Eg er, einsog þú líklega
veitst, búinn að fá hina sexhundruð dalina mína frá Kaupmannahöfn, og á nú
ekki eptir af þeim nema 700 francs (o: 250 rdl. hérumbil), því eg hef orðið
að kaupa mér föt, stígvél og hitt og þetta fyrir utan bækur; nú hef eg verið
að hugsa um að gjöra Finantsoperation og það er hvorki meira né minna enn
fara annaðhvort í Hemmert eða Clausen og biðja þá um 500 rdl. lán, því fyrr-
enn árið er út má ég ekki vel koma aptur til Danmerkur. Brock segir mér að
eg muni geta assúrerað mitt dýrmæta líf, en aðrir neyta því, svosem þú, því þá
hefði eg boðið þeim það sem vissu; viltu ekki segja mér sem fyrst í næsta
bréfi það sem þér er kunnugt inn þann hlut, og svo hvort þú heldur mér
mundi ekki lukkast með fögru bréfi að svæla fé útúr Hemmerth vorum. Finni
skrifa eg nú bráðum, enn, að honum þori eg nú hvorki að fara vel né illa opt-
ar. Mikill galli er það á okkur Íslendíngum að við erum svo fátækir. — Svo
þér líka dósirnar ekki meir enn svo; þær áttu líka aðeins að minna þig á
Carlsbað. Hvað sagði séra Schjötz annars gott, því eg íminda mér þú hafir
talað við hann. Litla Moltke muntu vænti jeg vart hafa séð. Þú sérð ekki nema
þann stóra, bara við ættum hann!!
Þér þykir eg skrifa lítið af mínum högum; eh bien! hlustaðu eptir:
Eg bý í rue Faubourg (ekki Fauborg) St. Honoré, einsog þú veitst; er gata
sú framhald af Rue St. Honoré, sem er parallel með rue Rivoli sem Napoleon
lét byggja; í þeirri götu eru öðrumegin Tuilerierne; eitt það lengsta slot, sem
Guð hefir skapað, og öðrumegin byggingar með bogagaungum, hótel og höf-
uðbyggíngar; í þessari götu (rue de Rivoli) býr Loðvík „ljósast nafn“ öðru-
megin, enn Englendíngar öðrumegin. Þegar Tuileriunum sleppur tekur aldin-
garður Tuilerianna við og þá Champs-Elysées; frá mér er ekki nema spotta-
korn útí elysæísku markirnar, og þangað hef eg að vanda brugðið mér á
morgnana, áðurenn jeg hef drukkið vatnssopann minn. Vanadrykkur fólks
hér er Café au lait o: % sterkt kaffe og % heit mjólk, og með því eitt fransk-
brauð, sem Frakkar dýfa smurðu niðrí bollann sinn. Þennann drykk drekk eg
nú á hverjum morgni og les blöðin með, ekki Berling og Föðurlandið, heldur
Débats, Presse, Constitutionel, Charivari, National, Corsaire-Satan, Réforme,
L’Époche, Le Moniteur universel, Le Moniteur Parisien, Le Commerce, Le
Siécle, Le Tintamarre o. s. fr. Skjaldan les eg samt öll þessi blöð, og læt mér
nægja þau fimm fyrstu, þaráeptir reyki eg mér vindilinn minn og fer svo ann-
343