Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 122
Tímarit Máls og menningar
aðhvort heim eða uppá konungsbókasafnið í rue Richelieu, eða þá út yfir
Sygná (ekki á ferju né ríðandi, heldur á brú) útí Sorbonne (háskólann) eða
College de France að heyra Mr St. Marc Girardin yfir franska skáldskapinn.
Síðan fer eg heim á leið og þefa hingað og þángað til þess klukkan er 5—5%
þá borðast hér til miðdags, og að því búnu fer eg ýmist á komedíu eða í
Soirée; stundum einnig uppí Café du Nord, í Palais Royal, þarsem Danskir
eru og dönsk blöð, púnktum. Soireeme hérna byrja kl. 9 á kvöldin og vara
þetta til 12 og 1. Maður fær ekki annað enn tevatn „hann skal hafa tevatn“
sagði frúin sáluga í Görðum, og þegar best lætur tvíböku með svo skrafar
maður við þá sem maður þekkir og manni lítst og fer svo án þess að kveðja
nokkurn, nema ef húsmóðirin verður fyrir manni á förnum vegi. Það er
skjaldgæft að maður tilli sér niður; flestir standa á svörtum fötum, hvítu vesti,
'gleruðum stígvélum, með gula vetlínga og hattinn í hendinni og skrafa við
náungann tveir og tveir, þrír og þrír, fjórir og fjórir etc. Fólk hefur hér víst
kvöld í viku sem það regoit (tekur á móti mönnum forláttu, við byrjuðum að
lesa frönsku einusinni enn hættum bráðum aptur) Lady Elgin, sem eg hef
getið um við þig hefur föstudagana, La Cmtesse de Bouillé miðvikudagana
o. s. fr. — Vest þykir mér að eg er hér svo ófrískur, eg held að loftið eigi hér
ekki við mig ennþá, eða hvað það er. Bætist mér fé slæ eg víst Englands-
ferðinni af og fer til Italíu til vorsins að hita upp í mér blóðið, einsog blóm-
ursoð er hitað upp á voru landi.
Vertu nú sæll að sinni og láttu glampa af hárinu á þér hér eptir einsog
híngaðtil óðölin mín veit eg eru óskert, svo lítil sem þau eru. Heilsaðu lönd-
unum sérílagi Vilhjálmi, Kulbeinsen, Eiríki Jónssyni, Konráði, Gísla 1. o. s.
fr. og skrifaðu bráðum
þínum
Grími Þorgrímssyni
E. S. Þ. llta í þessum mánuði verður
alþíng Frakka sett og þá trúi eg Jón
Sigurðsson Frakklands, Odilon-Barrot
ætli að láta til sín heyra um Krakau,
en Bardenfleth Fránkaríkis Guizot mun
verða seigur einsog vant er, þó hann tali
ekki Islenzku. —
Utanáskrift: Til herr Br. Pjetursson /Fuldmægtig í Rentekannnerets danske
Secreteriat / Kjöbenhavn / Pilestræde 120 — 1 Sal.
344