Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Qupperneq 127
Um jarðvísindi og jleira
afbrigðum. Störfin hafa hlaðizt á hann, fleiri en hér verði talin. Hann hefur
verið forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, formaður raunvísindadeildar Vís-
indasjóðs, Hins íslenzka náttúrufræðifélags, í stjórn Náttúruverndarráðs,
Jöklarannsóknarfélags íslands og Ferðafélags Islands osfrv. Ekki hefur starf
hans verið minna út á við. Hann hefur haldið fyrirlestra við fjölda háskóla
í ýmsum löndum, sótt vísindaþing og ráðstefnur víðsvegar og haldið uppi sam-
böndum við erlenda starfsbræður sína. Hann hefur ritað bækur í fræðigrein
sinni og birt fjölmargar ritgerðir um vísindaleg efni í íslenzkum og erlendum
tímaritum. Starf hans er líka mikils metið heirna og erlendis. Hann er félagi
í vísindaakademíum á Norðurlöndum og víðar, og 1%1 var hann gerður að
heiðursdoktor við heimspekideild Háskóla íslands. Hann er nú prófessor við
hina nýstofnuðu náttúrufræðideild háskólans.
Kr. E.A.
Úr því ég nœ ná loksins tali af þér, þá kemstu ekki undan því að ég leggi
fyrir þig margar spurningar, sem ég veit að lesendur Tímaritsins ekki síður
en ég eru sólgnir í að já svar við frá manni með jafn merkilegan starfsferil
að baki í jrœðigrein, sem alla lslendinga varðar svo miklu.
í jyrsta lagi langar mig til að fá nokkra skilgreiningu á jrœðigrein þinni.
Eg er vanastur heitinu jarðfrœði, en ná ,sé ég að farið er að tala ojtar umí
jarðvísindi. Og ná erlu orðinn prófessor við náttárufrœðideild háskólans.
Hvað víðtœk er sá deild, hvernig greinast jarðvísindin og hvar eigum við að
takmarka okkur í þessu viðtali?
JarðVísindin í víðtækustu merkingu fjalla um jörðina í heild, yfirborð
sem iður, og einnig um vatns- og lofthjúp hennar. En ég ætla að ráðlegast sé
að við takinörkum okkur við þær greinar jarðvísindanna, sem ég ber helzt
skynbragð á, þ. e. almenna jarðfræði og landmótunarfræði.
Hvencer vaknaði í fyrstu áhugi þinn á jarðfrœði?
Sá áhugi var vakinn af fyrsta kennara mínum í náttúrufræði, Pálma Hann-
essyni, sem réðistsem kennari í náttúrufræði að Gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri sama haustið og ég tók þar inntökupróf í 2. bekk, haustið 1926. Án
hinnar lifandi kennslu Pálma er líklegt að ég hefði lagt fyrir mig hugvísindi,
því mér voru þau næsta hugstæð, og eru það raunar enn. Eg er þeirrar skoð-
unar, að fátt sé nútíma menningu hættulegra en það, að leiðir raunvísinda
og hugvísinda skiljist um of og hefi einhverntíma orðað það þannig, að án
raunvísinda sé ekki hægt að lifa og án hugvísinda ekki vert að lifa á j>ess-
ari jörð.
Viltu segja mér örlítið um námsferil þinn?
349