Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 130
Tímarit Máls og menningar
Hokkaídó, fyrir nokkrum árum, og þessi fágaöi, fíngeröi maður, nokkru
eldri en ég, kastaöi sér fram á hendumar og snart gólfiö meÖ enninu til aö
votta mér virðingu sína. Ég heföi átt aö 'gera hið sama. Eg hygg, aö það
hafi ráðiö nokkru um frama þessarar fræðigreinar og tengt lienni nafn mitt
öörum fremur, að mér hugkvæmdist að skíra hana fínu nafni, tefrókrónó-
lógíu, og innleiöa í jaröeldafræÖma hugtakiö tefra, sem samheiti á loftborn-
um, föstum gosefnum, ösku, sandi, vikri og hraunkúlum, en orðiö tefra fann
ég hjá Aristotelesi, í bók hans „Meteoroiogica“. Hann notar þaö þar um
eldfjallaösku í lýsingu á eldgosi á eynni Vuieano, sem alþjóðaheiti eldfjalla
er dregiö af. Nú er þetta samheiti orðið alþjóölegt og notað í flestum málum
nema íslenzku. Vilmundur Jónsson hefur stungið upp á því, aö þýöa tefra
á íslenzku meö nýyrödnu gjóska og hygg ég aö vel megi venjast því. Nú er
starfandi alþjóðanefnd í öskulagafræði, Intemational Commission of Tephro-
chronology, og var japani, Kobayashi, að minni uppástungu kjörinn for-
maður hennar, enda era Japanir nú forustuþjóö í þessari fræöi og ritgerðir
þeirra þar aö lútandi skipta mörgum hundruðum.
Hvenær komstu heim frá námi?
í febrúar 1944.
Og hvað tók þá fyrst við hér heirrta ?
Kennsla viö Menntaskólann í Reykjavík, síöan starf viö Atvinnudeild Há-
skólans undir stjórn Steinþói's Sigurössonar og forstaöa jarðfræöideildar
Náttúrugripasafnsins 1947.
Mikil heppni hefur fylgt ykkur sem lagt luifið stund á jarðvísindi að und-
anförnu. Þið eruð eins og óskabörn landsins, það funar af lífi um leið og
þið komið á vettvang. Þið fáið til athugunar lwert eldgosið af öðru, og jarð-
frœðingar um allan heim horfa til ykkar með öfund og aðdáun. Þið hljótið
að fagna þessum eldgosum. Fyrst snerist hugur þinn að jöklum, en hafa ekki
eldfjallarannsóknir tekið allan þinn tíma að undanförnu?
Ja, það er nú svo. Það gleymist venjulega, að ég hefi á mínum starfsferli
upplifað tvö lengstu goshléin, sem orðið hafa á landi hér síðustu aldimar,
þ. e. 13 ára hlé fyrir Heklugosið 1947 og 13*/•> árs hlé milli þess og Oskjugoss-
ins. Hér gaus sem sagt aðeins einu sinni á röskum aldarfjórðungi, en að
meðaltali hefur gosið hér 5. til 6. hvert ár síðustu aldirnar. En ekki skulu
vanþökkuö þau þrjú gos, Heklugosið 1947/48, Oskjugosiö 1961 og Surts-
352