Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Qupperneq 136
Tímarit Máls og menningar
jafnvel sagnfræðiritanna sjálfra, eins og íslendingabókar og Landnámu?
Staðfesta rannsóknir þínar þessar nýju kenningar, eða er því öfugt farið?
Enda þótt ég fylgi þeim aS málum, sem telja íslendingasögur fyrst og
fremst merkileg og sérstæð skáldverk, eru þær að mínu viti skáldrit af því
tagi, að þær hljóta að hafa allmikið heimildagildi, bæði um þann tíma,
sem þær eru skrifaðar á, og einnig þann er þær fjalla um. Um Lanrlsnáma-
hók er það að segja, að þótt nú sé þjarmað nokkuð að lieimildagildi hennar,
m. a. með hinum merkilegu rannsóknum Þórhalls Vilmundarsonar, þá verður
hún eftir sem áður gagnmerk heimild um upphaf íslandsbyggðar og það
litla, sem reynt hefur á sannleiksgildi hennar í sambandi við það, sem hægt
er að kanna j arðfræðilega, hefur fremur aukið trú mína á heimildagildi
hennar en hið gagnstæða, enda þótt sannleikurinn sé stundum annar en mað-
ur ætlaði í fyrstu. Svo eitt dæmi sé nefnt, taldi Þorvaldur Thoroddsen að
jarðeldur sá, sem hrakti Álftveringa burtu úr landnámi Molda-Gnúps, hafi
verið sá, er myndaði Eldgjár-hraunið á þessutn slóðum. Nú er auðséð, að
það hraun er miklu eldra en landnám, en þar með er ekki sagt að Landnáma-
bók fari með rangt mál. Ofar á Mýrdalssandi austanverðum er annað hraun,
yngra mildu, og þykir mér mjög líklegt, að það sé sá jarðeldur, er Land-
náma nefnir, og að það hraim hafi getað eytt bæjum í Álftaveri.
Snúum okkur þá að öðru. Þú hefur ferðazt víða, setið á ráðstefnum og
flutt fyrirlestra við háskóla í ýmsum löndum. Viltu segja mér eitthvað nánar
um það?
Ég held að það sé lítils virði að fara að rekja ráp mitt um jarðarkringluna
í þessu spjalli. Af ýmsum ástæðum hefi ég haldið fyrirlestra við allmarga
háskóla. Vísindamönnum er nauðsynlegt nú til dags að sækja ýmsar ráð-
stefnur til þess að fylgjast með því, sem er að gerast á þeirra sérsviðum,
því framfarimar era svo örar. íslenzkum vísindamönnum er þetta flestum
vísindamönnum nauðsynlegra sökum þess, hve fáir eru starfandi hér í hverri
sérgrein, og ekki síður sökum þess, hve vísindalegur bóka- og tímaritakostur
er takmarkaður í landinu. Þ\ í miður gerir gengi krónunnar okkur það nærri
óldeift nú orðið að sækja ráðstefnur erlendis, nema boðið sé upp á bæði
fargjöld og uppihald af þeim, sem ráðstefnurnar halda, og hefi ég verið svo
heppinn, að svo hefur verið um flestar þær ráðstefnur, sem ég hefi sótt, en
í önnur skipti hefur menntamálaráðuneytið hlaupið undir bagga, og er mér
skylt að þakka það.
358