Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 138
Tímarit Máls og menningar
„Hættu nú herra . . .“ Við' eigum það mikið af orkulindum, að' ég töl rétt-
mætt að nýta eitthvað af þeim til orkufrekrar stóriðju. Hér verður þó að
fara mjög gætilega í sakimar, svo að við gloprum ekki þessum dýrmæta
þjóðarauði úr höndum okkar. Og ég tel, að trúa beri varlega ]>eirri stað-
hæfingu, sem stöðugt er hamrað á, að við eigum að flýta okkur að selja
útlendingum fallvatnaorku,því brátt verði kjamorkan svo ódýr, að orka vatns-
fallarma geti ekki við hana keppt. Ekki er ólíklegt, að svo geti orðið um
stutt árabil, að kjamorka verði ódýrari, því sem stendur mun jaðra við
offramleiðslu á úraníum miðað við byggingu kjamorkuvera. En ýmsir spá
því, að kjamorkan eigi fljódega eftir að hækka aftur í verði, einfaldlega
vegna þess, að það er ekki svo ýkja rnikið af auðugum og auðunnum úraníum
námum á jörðinni og senn kemur að því, að fara verði að vinna úraníum
úr úraníumsnauðara bergi, en af því myndi leiða verðhækkun. í fyrra birtist
mjög skilmerkileg grein um þetta efni (G. Bischoff: Die Energierohstoff-
vorkommen der Erde und ihre Wirtschaftliche Nutzung) í vesturþýzka landa-
fræðitímaritmu Die Erde, og ég hefi lesið norska grein, sem gekk í sömu
átt. Það er því að mínu viti varhugavert að gera samninga um milda orku-
sölu til margra áratuga.
Hvað viðvíkur Mývatni hefi ég margoft lýst yfir þeirri skoðun minni —
þótt hin ágæta skáldkona Jakobína hafi með nokkrum rétti álasað mér fyrir
að gera það of seint — að stofnun kísilgúrv'erksmiðj u á þessum stað hafi
ekki aðeins verið háskaleg frá náttúruverndarsjónarmiði, heldur einnig mjög
vafasamt fyrirtæki frá sjónarmiði þeirra, er hugsa í beinhörðum peningum.
Með því að nýta skymsamlega sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn Mývatnssveit
óspillta, þetta einstæða náttúrufyrirbæri, myndi hún — ef liorft er lengra
fram í tímann en nú er í móð að gera — gefa meira af sér fjárhagslega en
allur hennar kísilgúr. En það er víst of seint að sakast um orðinn hlut og
verður að reyna að hjarga því sem bjargað verður, m. a. með því að lagfæra
stórlega umhverfi verksmiðjunnar, sem er enn hreinasti hryllingur uppá að
liorfa.
Hvað málmleit varðar er sjálfsagt að reyna að kanna sem bezt hugsanlegar
auðlindir landsins, en ekki húar mér, hversu alið er á gyllivonum í því sam-
bandi. Land okkar er það gott, að raunsæ þekking og skilningur á því ætti
að nægja til sæmilegrar hjartsýni, en sú bjartsýni, sem reynt er að byggja
upp á gyllivonum hrey'tist fyrr en varir í andhverfu sína. Það er t. d. álit
allra jarðfræðinga, að þótt rétt sé að kanna, hvort kopar og aðra góðmálma
sé að finna í landinu, sé þess fremur lítil von að svo sé. Við eigum þó ýms
360