Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 139
Um jarðvísindi og jleira
auðæfi bæði á láði og í legi. Ég nefni sem dæmi hina gífurlegu vikumámu
í Rangárbotnum. Ég veit ekki, hvort hefur verið hugsað út í það, að hefði
Þj órsárstíflan vegna Búrfellsvirkjunarinnar verið staðsett þar sem hún upp-
haflega var hugsuð, hefðu stórkostleg verðmæti farið þama undir vatn. En
það er fyrst og fremst okkar sjálfra að nýta auðlindir landsins og við megum
ekki láta auragræðgina hlaupa með okkur í gönur.
Hinga-ð streymir árlega fjöldi vísindamanna. Taka ekki sambönd ykkar
við erlenda starfsbrœður og alþjóðlegar stojnanir mikinn tíma frá ykkur?
Hvernig er þetta samstarf skipulagt?
Hin síðari árin hefur það mætt mest á Steingrími Hermannssyni, fram-
kvæmdastjóra Rannsóknaráðs og mér að sinna samskiptum við erlenda jarð-
vísindamenn, sem hingað leita í æ ríkara mæli, og ég segi fyrir mig, að æ
meira af minni vinnu hefur farið í það með hverju árinu. Samstarf erlendra
og íslenzkra j arðvisindamanna þarfnast betri skipulagningar og hlutur ís-
lendinga í rannsóknunum þarf að aukast og aðstaða þeirra stórlega að batna
til að vel sé.
Hafa ekki margir þessara vísindamanna góðan skilning á Islandi og að-
stöðu ykkar hér heima?
Jú. Og það finnst mér einkum gilda um vísindamenn á Norðurlöndum og
bandaríska vísindamenn.
Þú hefur mörg ár verið forstöðumaður Náttúrugripasafrísins. Hefur það
ekki orðið út undan síðustu árin? Er ekki afleitt að hafa það ekki opið
almenningi eins og áður var? Hvað er hugsað um framtíð safnsins og hver
tekur nú við jorustu þess?
Það er ein af stóru gloppunum í menningu höfuðborgarinnar, að hér skuli
ekki vera viðunandi Náttúrugripasafn opið almenningi. Það væri t. d. hægt
að koma hér upp stórkostlegu steinasafni einvörðungu með því að skipu-
leggja skipti á ísienzkum og erlendum steintegundum. Ég hefi lagt tii að ríkið
keypti jörðina Teigarhom í þessu skyni, en þar er ágætasta geislasteinanáma
á jörðinni. Ég vona að eftirmaður minn, Sveinn Jakobsson, sem er miklu
meiri safnmaður en ég, beri gæfu til að koma safnmálunum lengra áieiðis
en mér varð auðið.
Norrœn eldfjallastofnun hefur mikið verið til umrœðu að undanförnu.
361