Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 140
Tímarit Máls og menningar
Ég sé að Trausti Einarsson óttast að hún geti haft það í för með sér að
íslenzkir jarðvísindamenn glati þar forystu sem þeim að réttu lagi ber. Þú
ert þar á öðru máli. Viltu skýra fyrir mér sjónarmið þín? Og hverrdg er
þessi stofnun hugsuð?
Mér er lítt skiljanleg afstaða Trausta í þssu máli, og ég er á algjörlega
andstæðri skoðun, enda hefði ég ekki lagt þá vinnu, sem ég hefi gert, í
að vinna að þessu máli, ef það væri ekki bjargföst sannfæring mín, að
þessi jarðeldarannsóknastöð sé einmitt forsenda þess, að íslendingar fái
haldið forystuhlutverki í jarðeldarannsóknum hérlendis og haldið sínum
færustu mönnum á þessu sviði í landinu. Hér er ekki rúm til að rekja
þetta mál til hlítar, en svo mikið er víst, að það hefur aldrei hvarflað
annað að þeim norrænu vísindamönnum, sem vilja hrinda þessu máli í fram-
kvæmd, en að íslendingar sjálfir stjómi þessari rannsóknastofnun, og þar
með ráði meiru um rannsóknir á þessu sviði í landinu en þeir nú gera í raun.
Stimgið hefur verið upp á því að nefna þessa rannsóknastöð Thoroddsens-
stöðinía, svo að felist í nafninu, að þótt hún verði rekin að mestu með
norrænu og e. t. v. að einhverju leyti með alþjóðafé, fengnu gegnum Unesco,
þá yrði hún fyrst og fremst í höndurn íslenzkra vísindamanna. Við eigum
sem sé kost á að koma hér upp rannsóknastöð á alþjóða mælikvarða, sem
orðið gæti lyftistöng íslenzkum jarðvísindum, ef rétt er á haldið. Hví skyld-
um við hafna slíkum kosti?
Hvernig segir þér hugur um náttúrufrœðideild háskólans? Hvernig kanntu
þar starfi þínu? Og hvað um kennslugreinar?
Ég tel, að það hafi verið sjálfsagt að hefja kennslu í náttúrufræðum, þ. á.
m. jarðfræði og landafræði, við H. í., en því aðeins gaf ég kost á mér til
kennslunnar, að það virtist í bili eina leiðin til þess að skipaður yrði pró-
fessor í þessum greinum og þess þá að vænta, að fleiri myndu brátt fylgja
á eftir. Ég tel æskilegt, nemendanna vegna, að kennslan í þessum greinum
komist sem fyrst að langmestu leyti í hendur mér yngri manna. Við eigum
nóg af ungum færum mönnum, og von mín er, að þegar búið er að koma
þessu á einhvem viðunandi rekspöl, verði hægt að létta það á mér, að ég
geti varið einhverjum verulegum tíma af því sem ég á eftir af minni starfs-
ævi, — en það styttist óðum — til að vinna og skrifa það, sem ég tel mig
eiga óunnið og óskrifað og tel mig hafa búið mig undir það vel, að ég ætti
öðmm betur að geta unnið það. Um kennsluna í náttúrufræðum vil ég á
362