Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 141
Um jarðvísindi og fleira
þessu stigi málsins aðeins segja það', að ég tel, að þegar beri að stefna að
fjögurra ára námi í þessum greinum fyrir þá, sem ekki ætla að gera gagn-
fræðaskólakennslu að lífsstarfi. Þeim síðamefndu ættu þrjú ár e. t. v. að
nægja, ef kennslan er sæmilega skipulögð, kennsluaðstaða bætt og námið
í sálarfræði og heimspeki stytt að helmingi. Einnig á að stefna að því, að
menn geti unnið hér heima að „postgraduate“ rannsóknum og námi og er
jarðeldarannsóknastöðin liður í þeirri viðleitni, hvað mína fræðigrein varðar.
Hvað um fjárframlög til jarðvísinda? Varðstu ekki hrifinn af tiUögu Páls
Theódórssonar?
Ég er Páli vitanlega sammála um að hlutfaHslega meira af okkar þjóðar-
tekjum á að renna til vísindastofnana og það alls ekki síður til grundvallar-
rannsókna en s. k. hagnýtra rannsókna, en mörkin þama á miili verða alitaf
óljós og hættulegt að einblína um of á hagnýtu rannsóknimar en vanrækja
hinar. Ég hefi heldur ekkert á móti alþjóðafé til rannsókna, sé það veitt með
þeim skilyrðum einum, að verkefnið sé gott og að viðkomandi vísindamönn-
um sé treystandi til að leysa það vel af hendi. Ég hygg að tiltölulega auðvelt
sé að fá fé til grundvallarrannsókna með þessum skilyrðum einum og án
nokkurra annarra skuldbindinga.
Bókmenntirnar hafa löngum haldið nafni íslands hœst á loft, mig grunar
líka að þú hafir sterkar taugar tU þeirra. Eru jarðvísindin kannski að taka
við af þeim?
Það held ég ekki. En hví skyldi ekki mega rita sitthvað um jarðvísindi,
sem talizt gæti til bókmennta?
Hvaða hlutverki geta vísindin gegnt í sjálfstœðisbaráttu þjóðarinnar? Ber
þeim ekki að marka sér þar skýra stefnu?
Að auka þekkingu þjóðarinnar á landinu og sérstöðu þess og þar með
hressa upp á þann skrumlausa þjóðarmetnað, sem er hverri þjóð nauðsyn
og eflir andlega reisn hennar.
Það liggja eftir þig mörg rit og margar ritgerðir. Hefurðu nokkra tölu
á þeim, eða hvað villu helzt taka fram um ritstörf þín?
Það segði lítið, þótt ég færi að kasta tölu á ritgerðir mínar, því ýmsar
þeirra eru upptuggnar hver eftir annarri og margt af því, sem ég hefi skrifað,
er léttmeti. Það er almennt um mín ritstörf að segja, að ég hefi tæpt á
mörgu, en yfirleitt ekki kafað svo djúpt sem skyldi og ég vildi gert hafa.
363