Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Qupperneq 150
Hermann Pálsson
Drög að siðfræði Grettis sög’u
Grettis saga er talin vera rituð anemma á 14. öld, og er hún síðasta stórvirki
í óbundnu máli, sem frumsamið var á Islandi í kaþólskum sið. Aðalhetjan
í skáldverkinu er einhver eftirminnilegasta persónan í íslenzkum bókmennt-
um að fornu og nýju, og öll er sagan frábærilega vel úr garði gerð um stíl,
byggingu og mannlýsingar. Grettis -aga er sígilt listaverk og nýtur enn mik-
illa vinsselda og virðingar, en þar með er ekki sagt, að skilningur manna á
eðli sögunnar og tilgangi sé hinn sanri og æiiazt var til í öndverðu. Mikið
vatn hefur runnið til sævar, síðan hinn ókunni höfundur lauk sögunni, þjóðin
hefur tekið miklum stakkaskiptum á þessu langa méli, og því er sagan lesin
af annars konar fólki nú en á dögum höfundar. Eitt af margum og sundiur-
leitum hlutverkum ritskýringar og gagnrýni er að grafast fyrir um uppliaf-
legan tilgang skáldverka, rýna eftir því hverja afstöðu höfundur tekur tii
efnisins annars vegar og lesenda sinna hinsvegar, því að hitt er ekki nægi-
legt að fjalla mn gömul verk af sjónarhóli nútímans. Slíkt á ekki einungis
við um heildarmerkingu skáldverka, heldur einnig um merkingu einstakra
orða og setninga. Með nýrri reynslu og nýjurn kynslóðum breytast gildi orða,
og lesendur túlka gerðir manna í gömlum skáldverkum í samræmi við eigin
hugmyndir og reynslu. Svipuðu máli gegnir um það bil, sem oft verður
milli höfundar og lesenda úr annarlegum þjóðfélögum. Einsætt er, að
mönnum getur gengið illa að átta sig á sovézkri skáldsögu til hlítar, nema
þeir viti eitthvað um sovézkt þjóðskipulag og sovézkan hugsunarhátt, en
þar sem höfundar slíkra skáldsagna geta treyst því, að helzti lesendahópur
þeirra þekki aðstæðurnar af eiginni reynslu, þá hirða þeir að sjálfsögðu ekki
um að skýra félagsleg og siðferðileg fyrirbæri í verkum sínum. Oðru máli
gegnir, þegar sovézkum skáldsögum er snarað á aðrar tungur og þær eru
lesnar í fjarlægum löndum með gerólík viðhorf. Þá kemur félagsleg og sið-
fræðileg bókmenntatúlkun til hjálpar. Nú munu ýmsir telja, að allt öðru
máli gegni um íslendingasögur, þar sem þær eru ritaðar á móðurmáli voru
og í þjóðfélagi, sem var í eðli sínu einfalt og ihaldsamt, svo að margir þættir
372