Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 155
Drög að siðfrœði Grcttis sögu
vanstillingargerð hans á síðan verulegan þátt í falli hans. Þegar Glaumur
hefur fært heim tréið, sem kerlingin magnaði, og ögrað Gretti, missir hann
enn stjórn á skapi sínu: „Gretti varð skapfátt við þrælinn og tvíhendi öxinni
til rótarinnar, og eigi geymdi hann, hvað tré það var.“ 011 þessi dæmi sýna,
hve annt höfundur lætur sér um, að þessi veikleiki í fari Grettis komi sem
skýrast í ljós; hér er í rauninni um eðlisþátt að ræða, sem veldur ýmsum
athöfnum hans frá barnæsku til dánardægurs. Hann bregzt þeirri siðferðislegu
skyldu að hafa taumhald á reiði sinni og vera þolinmóður, þar sem slíkt
á við.
Grettir kemst sjálfur svo að orði, er faðir hans fær honum nýtt verkefni
í hendur, að fleira veit sá, er fleira reynir. En aukin reynsla eykur dkki ein-
ungis á þekkingu mannsins, heldur birtir hún einnig eðli hans fyrir öðrum.
Og þegar Asmundur lætur hann fá önnur störf, bregzt Grettir við á þá lund,
að hann heldur áfram að veita öðrum þjáningar. Hann lætur ullkambinn
„ganga ofan eftir baki Ásmundar“, þegar hann átti að strjúka karli um
bakið. Og í stað þess að standa kalinn yfir Kengálu á beit úti á hálsi, þá
særir hann hrossið: „Nú fór Grettir upp á bak henni. Hann hafði hvassan
kníf í hendi og rekur á um þverar herðar Kengálu og lætur svo ganga aftur
tveim megin hryggjar. Hrossið bregður nú hart við, því að það var feitt
og fælið, eys svo að hófamir brustu í veggjunum. Grettir féll af baki, og
er hann komst á fætur, leitar hann til bakferðar. Er þeirra viðureign hin
snarpasta, og svo lýkur, að hann flær af henni alla baklengjuna aftur á lend.“
Slík grimmd er sjaldgæf í sögunum, að skepnur séu svo kvaldar, og síðar,
í útlegðinni, sýnir Grettir aðrar tilfinningar til dýra. Viðskipti hans við
Mókollu í Þórisdal og Hösmaga í Drangey bera vitni um breytt hugarfar.
Grimmdin er eitt af bernskum einkennum Grettis, sem hann vex upp úr.
En frásögnin af bellibrögðum hans sýna ljóslega aðra og varanlegri þætti
í fari hans. I fyrsta lagi er það ólilýðnin, að neita að lúta aga föður síns,
enda kemst Ásmundur svo að orði síðar, að Grettir hafi orðið sér „þykkju-
mikill og þungur“, og hann kveður son sinn með orðunum: „Eigi hefur þú
mér hlýðinn verið .. .“ I öðru lagi kemur skýrt fram ófyrirleilni, að svífast
einskis og fara sínu fram, hlíta geðþótta sínum. Ásmundur „kvað hann ekki
fyrirleitinn verða mundu“, segir síðar, og á sömu lund kallar hann son sinn
óstýrilátan og óeirðarmann. Það er alveg í samræmi við hegðun hans á tíu
vetra aldri, að hann er kallaður ójafnaðarmaður og ótillátssamur. „Ofarlega
mun liggja ójafnaður í þér“, segir Gísli um hann. I þriðja lagi sýna frá-
sagnirnar af æsku Grettis, að honum er lagin leti, er hann reynir að komast
377