Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 156
Tímarit Máls og menningar
undan vinnu, og þessi þáttur í fari hans helzt til æviloka. Þegar hann dvelst
rneð- Þorsteini í Ljárskógum, er sagt, að' hann væri „lítill verklundarmaður“
og „nennti misjafnt11. í útlegðinni á heið'inni lætur hann þá Grím og Rauð-
skegg vinna fyrir sig: „Til einskis þurfti Grettir að víkjast“, og átti slíkt
iðjuleysi vel við hann. Á sömu lund notar hann sér Glaum í Drangey, og
átti meðferð hans á þrælnum þátt í falli hans.
Samkvæmt kristnum siðaskoðunum var ofmetnaður höfuðlöstur, og er
þetta mein rammur þáttur í fari Grettis og helzti bölvaldur hans. Grettir
geldur sjálfur ofstopa síns, eins og hann kemst að orði um mótstöðumenn
á hestaþingi. Ofmetnaður Grettis hefst eftir sigurför hans til Noregs, er
hann hefur unnið drauginn í haugnum á Háramarsey, sigrað berserkiria þar,
vegið Björn og bræður hans og hlotið frægð fyrir. Hér má skjóta því að í
svigum, að kristin siðfræði taldi manndráp stundum góð, eins og til að
mynda, er Davíð vó Golíat, og sum víg Grettis eru landhreinsun, en önnur
eru gerð í sjálfsvarnar skyni. Frægð Grettis og ofmetnaður haldast í hendur.
Hann verður frægur fyrir afl, hreysti og afreksverk, en fyrir bragðið slævist
skilningur hans á því, hver takmörk eru fyrir getu hans. Þannig kemur fram
skortur á sjálfsþekkingu, sem verður honum síðar að fa’lli, og má í þessu
sambandi minna á ummæli Snorra goða: „Margur er dulinn að sér“, þótt
þeim hafi ekki verið beint að Gretti sjálfum. Að ofsa Grettis og ofmetnaði
er vikið beinum orðum hvað eftir annað. „Þá gerðist ofsi Grettis svo mikill,
að honum þótti sér ekkert ófært“, er sagt um hann, þegar hann kemur heim úr
fyrri utanferð sinni. Barði Guðmundsson kallar hann ofurkappsfullan og
segir, að úr hófi gangi offors hans. Fóstri Barða varar hann við Gretti,
„en mi’kill ofsi er honum nú í skapi.“ Svo virðist sem það sé óhj ákvæmilegt,
að Grettir sækist út fyrir takmörkin, og áður en Glámur kemur til sögunnar,
er enn vikið að þessu: „Þá þótti Gretti mikið mein, er hann mátti hvergi
reyna afl sitt, og fréttist fyrir, ef nokkuð væri það, er hann mætti við fást.“
Þótt Jökull vari hann við að hætta sér gegn Glámi, er ofmetnaður Grettis
svo mikill, að hann skeytir engu um varnaðarorð frænda síns.
Viðureignin við Glám er hæsta ris sögunnar, og með henni verður breyting
á ofmetnaðarferli Grettis, þar sem hann berst við ofurefli sitt, gengur of langt
í leitinni að takmörkunum sínum. Draugurinn leggur á hann svo mikil ósköp,
að ævi Grettis breytist frá því sem ella hefði orðið. I fyrsta lagi verður
Grettir aldrei sterkari eða þroskameiri en hann er þá orðinn, og í öðru lagi
snýst frægðarferill hans til meins: „Þú hefur frægur orðið hér til af verkum
þínum, en héðan af munu falla til þín sekt.ir og vígaferli, en flest öll verk
378