Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 157
Drög að siðfrœði Grettis sögu
þín snúast þér til ógæfu og hamingjuleysis.“ Hér er rétt að staldra við' og
hyggja nánar að orðum þrælsins. Síðasta setningin, sem hér er tilfærð, lýtur
að því, að þótt verk Grettis verði unnin í góðum tilgangi, þá muni þau hafa
illar afleiðingar og verða honum til tjóns. Þau henda fram til þess atburðar,
er Grettir sækir eldinn til að bjarga kölnum skipverjum sínum, en af því
hlýzt dauði Þórissona. Grettir er ekki siðferðislega ábyrgur fyrir þeim at-
burði, heldur er þetta slys, en Grettir verður þó að gjalda þess. Að slysni
Grettis víkur Þorsteinn drómundur síðar: „Slyngt yrði þér um margt, frændi,
ef eigi fylgdu slysin með.“ í rauninni má líta á formælingar draugsins sem
beinar afleiðingar af ofmetnaði Grettis. Það er og í isamræmi við allt eðli
hans, að hann verður útlagi, því að honum gengur illa að samþýðast mönn-
um: „Þú munt verða útlægur ger og hljóta jafnan úti að búa einn samt.
Þá legg ég það á við þig, að þessi augu séu þér jafnan fyrir sjónum sem ég
ber eftir, og mun þér þá erfitt þykja einum að vera og mun þér það til dauða
draga.“ Af fundi sínum við drauginn hlýtur Grettir enn tvenns konar böl:
hann verður hrakinn úr mannlegu samfélagi, og um leið þolir hann ekki
einveru vegna myrkfælni. Hér er það óttinn, sem fer að setj a svip sinn á asvi
Grettis: „Á því fann hann mikla muni, að hann var orðinn maður svo myrk-
fælinn, að hann þorði hvergi að fara einn saman, þegar myrkva tók. Sýndisti
honum þá hvers konar skrípi.“ Þorgils á Reykhólum lýsir þrem útlögum
sínum með því, að beita mismunandi hræðslu þeirra sem andstæðum: „Alla
ætla ég þá fullröskva til hugar, en þeir eru tveir, að ég ætla hræðast kunna.
Er það ólíkt, því að Þormóður er maður guðhræddur og trúmaður mikill,
en Grettir er svo myrkfælinn, að hann þorir hvergi að fara, þegar að myrkva
tekur, ef hann gerði eftir skapi sínu. En Þorgeir, frænda minn, hygg ég eigi
hræðast kunna.“ Þar sem Þormóður óttast hið góða og Grettir hið illa, þá
er naumast hægt að ná skarpari andstæðum.
Viðureign Grettis við myrkravöldin, hinn óhreina anda, eins og Glámur
er nefndur, hlaut að fara á einn veg. Samkvæmt vélþekktum siðaskoðunum,
getur illt af illum hlotizt, eins og Jökull varar hann við: „Illt mun af illum
hljóta“, en þessarar hugmyndar gætir oft í íslendingasögum. Myrkfælni
Grettis gerir það enn áhrifameira, hve margir atburðir sögunnar eru látnir
gerast í skammdeginu, einkum um jólaleytið. í Hrafnkels sögu gerast flestir
atburðir að sumarlagi, um bjarta morgna, og yfir Gísla sögu hvílir haust-
blær og vetumótta. En í Fóstbræðra sögu og Grettis sögu er mikið vetrar-
ríki. Lýsing Grettis í æsku sýnir hann fáklæddan í kuldaveðri um vetur, og
ævi sinni lýkur hann í vetrarstemningu síðla um haust.
379