Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 158
Tímarit Máls og menningar
Kristin sið'fræði telur fjórar höfuðdyggð'ir: hyggindi, hreysti, hófsemi og
réttlœti, og af þeim hefur Grettir hreystina í ríkum mæli, en hins vegar skortir
hann hófsemi og réttlæti, eins og áður segir, og þegar þeim er áfátt, er hætt
við, að ilfa fari. I Grettis eögu er oft vikið að ógæfu og hamingjuleysi, og
menn hafa ekki áttað sig nægilega glöggt á því, að hér er í rauninni um að
ræða afleiðingarnar af skapgerð Grettis sjálfs, fremur en eitthvert yfirnátt-
úrlegt afl örlaganna, eins og stundum er talið. Þetta kemur skýrt frarn í
ummælum Þórarins, er hann varar Barða við Gretti: „Satt er það, að mikið
afbragð er Grettir annarra manna, þeirra er nú er kostur á voru landi, og
seint mun hann vopnum verða sóttur, ef hann er heill. En mikill ofsi er
honum nú í skapi, og grunar mig mn hversu heilladrjúgur hann verður, og
muntu þess þurfa, að eigi séu allir ógæfumenn í þinni ferð.“ Á sömu lund
leggur Jökull áherzlu á það, að sitt sé hvort gæfa eða gervileikur, og yfirleitt
má segja, að tilvísanir til ógæfu Grettis beinist að skapgerðarveiium hans,
sem raktar hafa verið í þessari grein.
í íslendingasögum má skipta persónum í þrjá höfuðflokka eftir áhrifum
þeirra og viðhorfum til annars fólkis. I fyrsta lagi eu menn, sem valda öðrum
tjóni eða bölvi, og til þeirra teljast menn á borð við Þorbirnina fjóra í
Grettis sögu. Þorbjörn öxnameginn „var garpur mikiM og hafði mannmargt
með sér. Hann var til þess tekinn, að honum var verra til lijóna en öðrum
mönnum og galt nær engum kaup.“ Eitt af einkennum hans er öjund. Nafni
hans, Ferðalangur, „þótti lítið bæta urn fyrir Þorbirni. Hann var tilfyndinn
og fór með dáruskap til ýmissa manna.“ Hann er Jrví sekur um þann löst,
sem áleitni kallaðist. Með honum og Þorbirni glaum er nokkur eðlisskyld-
leiki. Hann „nennti ekki að vinna“, og er því sekur um leti, en liann er
einnig umfangsmikill og hinn mesti gárungur. Hann vinnur Jrað af sér að
svíkja lánardrottinn sinn. Þorbjörn öngull var „harðfengur og ódæll“, „ill-
fengur og ófyrirleitinn“, og hinn „mesti óeirðarmaður“. Alkunn einkunn á
slíkum mönnum er að kafla þá óvinsæla, eins og segir um Björn: „Eigi var
hann vinsæll maður af alþýðu, því að hann afflutti mjög fyrir Jieim mönn-
um, er voru með Þorkatli.“ Hann er því sekur um rógsemi.
í öðrum flokki eru þeir menn, isem bæta um fyrir öðrum, stilla til friðar
og firra vandræðum. Slíkir menn eru oft sagðir vera vinsœlir, og til Jreirra
telst Atli á Bjargi. Hann „var gegn maður og gæfur, hægur og hógvær; við
hann líkaði hverjum manni vel . . . Atli gerðist þroskamaður og allra manna
gæfastur; við hann líkaði hverjum manni vel,“ er endurtekið síðar. Hann
er vitur og vinsælL ótilleitinn og forsjáll, búmaður mikill og þarfur maður.
380