Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 161
Gunnar Benediktsson
Þegar hlindur leiðir ...
Ég baíf um orífiff á nýafstöðnu rithöfunda-
þingi, var kominn upp að ræðuborði, þeg-
ar mér hugkvæmdist að spyTja fundar-
stjóra um heiti dagskrárliðarins. Ég kom
í seinna lagi á þingið, hafði hlýtt á um-
ræður, sem farið höfðu nokkuð á víð og
dreif, eins og verða vill, þar sem margir
taka til máls og flestum liggur allmikið og
margvísleg efni á hjarta. I sakleysi hjarta
míns hafði ég litið svo á, að til umræðu
væri hið yfirgripsmikla efni: Rithöfund-
arnir og þjóðin, en fundarstjóri tiltók
nánar, að til umræðu væru efnahagsleg
kjaramál rithöfundanna. Þá féll ég frá
orðinu um sinn, því að ég er mjög á
móti því, að umræður fari langt frá
þungamiðju dagskrárliðar hverju sinni,
en vildi bíða þess tíma, er almennar um-
ræður yrðu um höfuðþema þingsins, með
að koma á framfasri þeim hugleiðingum,
sem ein og önnur ummæli fundarmanna
höfðu vakið í brjósti mér. Og eins og öll-
um andlega sinnuðum mönnum er kunn-
ugt, er það ekki aðeins hið talaða, sem
vekur hugmyndir, sem mann langar að
koma á framfæri, heldur einnig það, sem
ekki er sagt, en manni finnst nauðsyn, að
sagt sé, svo að jafnvægi fáist. En málameð-
ferð þingsins var þann veg háttað, að þær
hugleiðingar, sem ég vildi bera fram, áttu
ekki heima á þeim stað og gátu ekki orðið
til annars en að trufla vel skipulagða með-
ferð mála. En nú vil ég leitast við að koma
þeim hugleiðingum á framfæri og öðrum,
sem kviknað liafa í rás daganna, sem um-
liðnir eru frá þeim tíma.
I.
Hvaða skyldur hvíla á rithöfundum gagn-
vart samfélagi sínu og samtíð hverju sinni?
Þetta er mikil spuming, en mætti sýnast
óþörf, þar sem íslenzkir rithöfundar og
skáld hafa óumdeilanlega verið lífgjöf
þjóðarinnar í mörg hundruð ár og hafa
þó sennilega aldrei velt því fyrir sér fyrr
en nú á allra síðustu tímum, hver skylda
þeirra væri í þessum efnum. Þegar eitt
samfélag berst fyrir tilveru sinni upp á líf
og dauða, þá eru helgustu skyldurnar svo
sjálfsagt mál, að þær leita alls ekki á hug-
ann.
En nú er þar skemmst frá að segja, að
ég ber nokkrar áhyggjur í brjósti um þró-
un íslenzkra bókmennta í seinni tíð og
svo þungar, að ég veit ekki nema þar kunni
að vera meiri hætta búin andlegu lífi
þjóðarinnar og sjálfstæðri tilveru en þótt
enn um sinn þyrfti einhver hluti rithöf-
unda hennar að lepja dauðann úr kráku-
skel. — Nú má enginn skilja orð mín svo,
að það valdi mér áhyggjum, hve sum rit
síðari tíma, sem talin eru þó til bók-
mennta, eru rýr í roðinu, svo hefur verið á
ölium tímum. Hitt er miklu fremur fagnað-
arefni, hve margt nýliða kemur fram á
sviðið á ári hverju, hve tjáningarþörfin er
rík og hve mikill fjölbreytileiki er í tján-
ingarformum. Ifitt þykir mér alvarlegra,
að svo er sem gert sé skipulagt áhlaup á
þá, sem eiga að njóta þessara bókmennta,
til að villa um fyrir þeim og afvegaleiða
þá í nautn þess að lesa góðar bækur. Það
er góðra gjalda og allrar virðingar vert, að
383