Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 27
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
hlutverk augljóslega mikla þýðingu. Hér er í fyrsta lagi átt við það hlutverk,
sem hinir fullorðnu gegna sem uppistaða æxlunarfjölskyldunnar, og í öðru
lagi er haft í huga hlutverk þeirra sem starfandi manna. Hlutverk fjölskyld-
unnar sem slíkrar endurspeglar stöðu konunnar í fjölskyldunni; starf hennar
þar horfir fyrst og fremst inn á við. Sú persóna, sem á að annast tengsla-
myndun, aðlögun og þroskun sálarlífsins hjá barninu, á varla heimangengt
til að sinna þeim þáttum hinnar félagslegu mótunar, sem að hinu ytra um-
hverfi snúa eða til að gegna fullu starfi. Af þessu Ieiðir, að við verðum að
glíma við áskapaða andúð gegn því, að konur starfi utan heimilis. Parsons
gerir í athugun sinni nákvæma úttekt á þætti móðurinnar í félagslegri mótun
uppvaxandi kynslóðar í bandarísku nútímaþjóðfélagi. Hann lætur þó undir
höfuð leggjast að setja fram nokkur svör við þeirri spurningu, hvort hugsan-
legt sé að leggja önnur viðhorf eða nýjar aðferðir til grundvallar félagsmót-
uninni. Það, sem hefur mest gildi í riti Parsons, er einfaldlega, að hann
leggur svo þunga áherzlu á, að félagsmótun einstaklinganna sé einn af grund-
vallarþáttum hvers þjóðfélags (enginn marxisti hefur til þessa látið neitt frá
sér fara um þessi efni, sem standist samanburð við það, sem Parsons hefur
gert). Meginniðurstöður Parsons eru í stuttu máli þessar: „Hinir hæfustu per-
sónuleikasálfræðingar virðast upp til hópa þeirrar skoðunar, að á bernsku-
skeiði mótist skapgerð manna í megindráttum til frambúðar (að svo miklu
leyti, sem hún er ekki arfbundin), enda þótt mjög sé einstaklingsbundið, hve
persónuleiki fólks er fastmótaður. Persónuleikasálfræðingar eru einnig þeirr-
ar skoðunar, að lífsreynsla fullorðinsáranna eigi ekki verulegan þátt í að
breyta persónuleikagerð manna. Hér mun ekki verða tekin afstaða til deilu-
efna, sem lúta að því, að hve miklu leyti ofangreind viðhorf eru rétt eða við
hvaða aldursmörk það er, sem verulega fer að draga úr sveigjanleika persónu-
leikans. Það, sem yfirskyggir allt annað í þessu sambandi, er sú staðreynd,
að skapgerð einstaklingsins mótast, meðan hann er á bernskuskeiði og helzt
í megindráttum óbreytt upp frá því.ltl
Frumbernskan
Ekki virðist þurfa að deila um ofangreinda niðurstöðu. Einn af mestu og
byltingarkenndustu ávinningum nútíma sálarfræði felst í þeirri uppgötvun, að
reynsla frumhernskuskeiðsins skipti algeru höfuðmáli um þróun sálarlífs
einstaklingsins, þ. e. hin sálrænu mótunaráhrif eru margfalt ríkari en sem
svarar til tímalengdarinnar sjálfrar. Upphaf hinnar byltingarkenndu þróunar
1 Talcott Parsons: The Social System (1952).
217