Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 27
Bylting sem ekki sér fyrir endann á hlutverk augljóslega mikla þýðingu. Hér er í fyrsta lagi átt við það hlutverk, sem hinir fullorðnu gegna sem uppistaða æxlunarfjölskyldunnar, og í öðru lagi er haft í huga hlutverk þeirra sem starfandi manna. Hlutverk fjölskyld- unnar sem slíkrar endurspeglar stöðu konunnar í fjölskyldunni; starf hennar þar horfir fyrst og fremst inn á við. Sú persóna, sem á að annast tengsla- myndun, aðlögun og þroskun sálarlífsins hjá barninu, á varla heimangengt til að sinna þeim þáttum hinnar félagslegu mótunar, sem að hinu ytra um- hverfi snúa eða til að gegna fullu starfi. Af þessu Ieiðir, að við verðum að glíma við áskapaða andúð gegn því, að konur starfi utan heimilis. Parsons gerir í athugun sinni nákvæma úttekt á þætti móðurinnar í félagslegri mótun uppvaxandi kynslóðar í bandarísku nútímaþjóðfélagi. Hann lætur þó undir höfuð leggjast að setja fram nokkur svör við þeirri spurningu, hvort hugsan- legt sé að leggja önnur viðhorf eða nýjar aðferðir til grundvallar félagsmót- uninni. Það, sem hefur mest gildi í riti Parsons, er einfaldlega, að hann leggur svo þunga áherzlu á, að félagsmótun einstaklinganna sé einn af grund- vallarþáttum hvers þjóðfélags (enginn marxisti hefur til þessa látið neitt frá sér fara um þessi efni, sem standist samanburð við það, sem Parsons hefur gert). Meginniðurstöður Parsons eru í stuttu máli þessar: „Hinir hæfustu per- sónuleikasálfræðingar virðast upp til hópa þeirrar skoðunar, að á bernsku- skeiði mótist skapgerð manna í megindráttum til frambúðar (að svo miklu leyti, sem hún er ekki arfbundin), enda þótt mjög sé einstaklingsbundið, hve persónuleiki fólks er fastmótaður. Persónuleikasálfræðingar eru einnig þeirr- ar skoðunar, að lífsreynsla fullorðinsáranna eigi ekki verulegan þátt í að breyta persónuleikagerð manna. Hér mun ekki verða tekin afstaða til deilu- efna, sem lúta að því, að hve miklu leyti ofangreind viðhorf eru rétt eða við hvaða aldursmörk það er, sem verulega fer að draga úr sveigjanleika persónu- leikans. Það, sem yfirskyggir allt annað í þessu sambandi, er sú staðreynd, að skapgerð einstaklingsins mótast, meðan hann er á bernskuskeiði og helzt í megindráttum óbreytt upp frá því.ltl Frumbernskan Ekki virðist þurfa að deila um ofangreinda niðurstöðu. Einn af mestu og byltingarkenndustu ávinningum nútíma sálarfræði felst í þeirri uppgötvun, að reynsla frumhernskuskeiðsins skipti algeru höfuðmáli um þróun sálarlífs einstaklingsins, þ. e. hin sálrænu mótunaráhrif eru margfalt ríkari en sem svarar til tímalengdarinnar sjálfrar. Upphaf hinnar byltingarkenndu þróunar 1 Talcott Parsons: The Social System (1952). 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.