Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 109
Skemmtilegt er myrkritS
þeim skynsamlegu rökum sem að vísindalegri niðurstöðu hníga, hvort heldur
hún er rétt eða röng. Um þær mundir sem hann var undir áhrifum Schellings
að setja þvætting sinn um rafmagn á blað vann fjöldi samtímamanna hans
að skipulegum rannsóknum á rafstraumi og eiginleikum hans, þeirra á meðal
Volta, 0rsted, Ampére og Ohm. Starf þessara manna varð til þess að Faraday
uppgötvaði lögmál sín árið sem Hegel féll frá, en með þeim uppgötvimum
má segja að hafizt hafi nýr kafli í sögu vísindanna og mannlegrar hugsimar
yfirleitt.
í ljósi þessa hef ég leyft mér að kalla það eina af ráðgátum hugmyndasög-
unnar hvers vegna Hegel og félagar hans urðu ekki að athlægi um gervalla
heimsbyggðina fyrir fræði sín (ÞG 50), ekki síður en lyndislesarar þeir
sem Lichtenberg hafði dregið sundur og saman í háði eins og Hegel vissi.
En þetta voru að vísu fullstór orð því þessi gáta kann vel að virðast auðráðin
á okkar dögum þegar hvers konar gervivísindi njóta mikillar hylli, einkum
meðal frumstæðra þjóða í andlegum efnum eins og okkar íslendinga þar
sem skottulækningar, sálarrannsóknir og sambandsfræði við aðra hnetti
njóta fyllstu virðingar sumra hinna fremstu lærdómsmanna, að ógleymdum
forsögulegum iðkunum ýmissa höfunda, til að mynda um „baksvið forn-
sagna“, sem ætlað er að leiða í ljós, með fulltingi guðspekilegrar reiknings-
listar eða áþekkra tiltækja agalausrar ímyndunar, að íslendingar séu flestum
þjóðum fremri í andlegu tilliti, ef ekki guðs útvaldir, líkt og Hegel trúði um
Þjóðverja.
Um þvílík gervivísindi samtímans, sem öðru hvoru fara eins og eldur í
sinu um allan hinn vestræna heim, hefur verið sagt að þau séu sambærilegt
fyrirbæri við hin víðlesnu síðdegisblöð stórborganna: rétt eins og barna-
fræðsla liafi í upphafi þessarar aldar skapað markað fyrir myndskreyttar
æsifréttir líðandi stundar hafi skyldufræðsla í æðri skólum gefið gervivís-
indamönnum og öðrum hindurvitnahöfundum lausan tauminn.26 Og má nú
í ljósi þessarar tilgátu velta því fyrir sér hvort virðing gervivísindanna á ís-
landi, þar sem Ríkisútvarpið er helzti vettvangur þeirra og sumir prófessorar
Háskólans stuðla að framgangi þeirra á þeim vettvangi sem öðrum, kunni að
vera hluti þess gjalds er við höfum hlotið að greiða fyrir tiltölulega stéttlaust
þjóðfélag: þjóðfélag þar sem bilið milli manna og stétta er styttra en í flest-
um eða öllum öðrum löndum hnattarins, ef trúa má eftirlætiskenningu Magn-
úsar ráðherra Kjartanssonar nú er hann hefur tekið sæti í ríkisstjórn íslands.
En slíkar vangaveltur um íslenzkt þjóðlíf eiga ekki heima á þessuin blöð-
um þótt þær kynnu að varpa nokkru ljósi á hylli Hegels í Þýzkalandi á sinni
299