Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 115
Skemmtilegt er myrkrið
V
Hamingjuóskir — áður en lýkur
Rétt er að við Jóhann Páll skiljum ekki svo að skiptum að ekki hafi verið
minnzt á Marx. Verður þá fyrst fyrir mér eitt átakanlegasta dæmi hand-
bókahugarfarsins í ritsmíð hans. Hann víkur að mjög lauslegum og heldur
gamansömum samanburði mínum á einu svonefndra Parísarhandrita Marx,
„Einkaeign og sameign" sem útgefendur handritanna kalla svo, og spádóms-
ritum á borð við Opinberun Jóhannesar og Völuspá. Gegn þessum saman-
burði ræðst hann af nokkurri vandlætingu: „Nú ætti það að vera kunnara
en frá þyrfti að segja um Marx, hve tregur hann var til ... spásagna. Gagn-
stætt hinum útópísku sósialistum, sem lögðu megináherzlu á að útmála í smá-
atriðum fyrirmyndarskipulag framtíðarinnar, reyndi Marx frekar að skil-
greina þau spor í átt til betra og frjálsara mannlífs, sem stigin höfðu verið
í undangenginni söguþróun, afhjúpa helztu hindranir í vegi þeirra og benda
á leiðir til að ryðja þessum hindrunum burt.“ (JPÁ 172—173) Og rétt er
orðið, mikil ósköp: þennan fróðleik má lesa hjá hverjum höfundi handbóka
um jafnaðarstefnu og sameignarskipulag, jafnt þeim Stalín og Maó sem
Gylfa Þ. Gíslasyni. En um þennan fróðleik er óvart alls ekki að ræða í kveri
mínu. Eins og þar kemur ljóslega fram er ég á umræddum stað einungis að
fjalla um siðaskoðun Marx (sem ég fer raunar fremur virðulegum orðum
um sem slíka) eins og hún birtist í skýrastri mynd í æskuritum hans (ÞG 55).
Og svo vill til að handritið „Einkaeign og sameign“ er einmitt frægast fyrir
það að vera önnur tveggja tilrauna Marx til að fjalla berum orðum um fyrir-
heitna landið. Hin er gagnrýni hans á stefnuskrá þýzka verkamannaflokksins
frá síðustu árum hans.38
Næst verður á vegi mínum að Jóhann Páll segir mig hafa „stuðzt nokkuð
við ,ágæta bók‘ eftir Robert C. Tucker (Philosophy and Myth in Karl Marx)“
og bætir síðan við: „Bók þessi mun vera með marklausari níðritum, sem sett
hafa verið saman um Marx“ (JPÁ 173). Orðalagið bendir óneitanlega til að
hann hafi alls ekki lesið bókina. Hins vegar virðist hann vera kunnugur árás
Istváns Mészáros á Tucker í ritinu Firringarkenning Karls Marx (Marx’s
Theory of Alienation).
Um þetta er þess fyrst að geta að ég segist hvergi styðjast við bók Tuckers,
heldur vísa ég lesendum mínum á hana þeim til fróðleiks og skemmtunar. Þá
má nefna að því fer fjarri að ég fylgi höfuðkenningu Tuckers í kveri mínu,
þeirri að engan verulegan greinarmun megi gera á æskuritum Marx og Auð-
20 TMM
305