Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar sveinar hans, þeirra á meðal Rudolf Carnap og Nelson Goodman, hafa helgað henni hálfa eða heila ævina. Á sálarfræði og siðfræði Humes (sem Hume taldi sjálfur meginviðfangsefni sín) minnist Russell ekki einu orði, á þeirri hlálegu forsendu (sem í þessu tilviki hlýtur að stafa af ókunnugleika eða alla vega af fljótfærni) að í ritum Humes um þau efni hafi ekkert nýtt komið fram.12 Ef kafli Russells um Hume er aðfinnsluverður þá er málsgrein Jóhanns Páls um hann forkastanleg. Um brezka raunhyggju (sem hlýtur að heita svo frem- ur en „ensk“ með því að Berkeley var íri, Hume Skoti en Locke einn Eng- lendingur) segir hann: „Þýðing ensku raunspekinnar var fyrst og fremst sú, að hún dró fram í dagsljósið þekkingarfræðileg frumrök þessarar myndbreyt- ingar [þ. e. þeirrar að náttúruvísindi hinnar nýju aldar komu til sögunnar og breyttu mörgum viðhorfum manna] og útfærði þau í smáatriðum. Hún lét ekki sitja við almenna yfirlýsingu um að öll þekking væri reynsluþekking, heldur gerði nákvæma athugun á því, hvert væri inntak reynslunnar og tak- mörk og hvað gæti í Ijósi þess talizt hlutlæg þekking og hvað aðeins hugar- fóstur. En róttækni hennar varð að lokum svo mikil, að hún hlífði ekki sinni eigin forsendu, raunvísindunum: í efahyggju Humes er það möguleiki hlut- lægrar þekkingar almennt, sem véfengdur er. — Út úr þessum ógöngum reyn- ir Kant að komast. Fyrir honum vakir að rökstyðja tvennt í senn: afneitun hinnar arfteknu frumspeki og réttmæti hinnar vísindalegu þekkingarleitar.“ (JPÁ 171) Látum nú alla uppskafningu um „þekkingarfræðileg frumrök myndbreyt- ingarinnar“ liggja á milli hluta, svo og þá lágkúruhugmynd sem í þessum orðum felst um þá Berkeley og Locke. Nóg er samt. Hume á að hafa vefengt að hlutlægrar þekkingar verði aflað og Kant reynt að rata út úr öðrum eins ógöngum með því að sýna og sanna að hennar verði víst aflað og því geti menn leitað hennar óhræddir. Og þessi sagnfræði styðst ekki við staf í ritum þeirra Humes og Kants. Það er skopleg firra að Hume hafi vefengt „mögu- leika hlutlægrar þekkingar", ekki hlíft „sinni eigin forsendu, raunvísindun- um“. Og það er jafnmikil firra að Kant hafi skilið Hume þessum hlálega skilningi og andmælt honum á þeim forsendum. En að vísu styðjast þessar firrur því miður við ýmsar handbækur og þar með ekki einungis við van- þekkingu Jóhanns Páls sjálfs. Þær eru dæmi þeirra alhæfinga kennslubóka sem István Mészáros hefur í huga í orðum þeim sem eftir honum voru höfð í upphafi þessa máls. Þær eru þáttur dauðrar sögu lifandi hugmynda. Ég hlýt að reyna að koma á framfæri smávægilegasta fróðleik um þá Hume og Kant í leiðréttingarskyni við hin ívitnuðu orð Jóhanns Páls. Og ber 292
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.