Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 36
Tímarit Máls og menningar vök slS verjast, vegna þess að öll samskipti manna fyrir hjónaband og innan þess eru með meiri frjálsræðisbrag en áður tíðkaðist, og á þetta við um allar stéttir þjóðfélagsins. Sé allt þetta haft í huga, dylst engum, að hjóna- bandið er veikasti hlekkurinn í þeirri keðju tengslakerfa, sem samfélagið er ofið úr, og á því mæða fleiri móthverfur en hinum. Ég hef áður í þessum hugleiðingum vakið sérstaka athygli á því, að þessar móthverfur feli í sér fyrirheit um framþróun. Þegar komið hefur verið á jafnrétti að lögum, á að vera unnt að tryggja raunverulegt frelsi á sviði kynlífsins. Til þess að þetta geti átt sér stað, verður að rjúfa þau tengsl, sem eru milli kynlífsins og ým- issa þjóðfélagsfyribæra, t. d. barnsburðar og eignarréttar. Hér eru þó ýmis ljón á veginum, og niðurstaða þróunar á borð við þá, sem rakin var hér að framan, gæti einfaldlega orðið sú, að nýkapítalisminn skapaði sér nýtt hegðunarkerfi og hugmyndafræðilega yfirbyggingu, sem þjónaði undir það. Þessu til stuðnings má benda á, að eitt helzta aflið að baki þeirri frjálsræðis- öldu á sviði kynlífsins, sem einkennir okkar tíma, má vafalítið rekja til á- kveðinna viðhorfsbreytinga meðal málsvara kapítalismans nú á dögum. Það eru ekki lengur framleiðsla og vinna, sem teljast táknmyndir æðstu verðmæta, heldur neyzla og skemmtanir. Skömmu eftir 1950 lýsti Riesman viðhorfi sínu til þessarar þróunar með eftirfarandi orðum: „... tómstundir manna verða fleiri, en það er bara ein hlið málsins, því að sjálft starfið verður í mörgum tilvikum auðveldara og síður áhugavert... og gildir þetta um stöð- ugt fleiri. Eftir því sem starfið krefst minni umhugsunar og einbeitingar, hlýtur að sækja í það horf, að kynlífið verði burðarás tilverunnar og gagn- sýri tilveru einstaklingsins jafnt í dagsins önn sem utan hennar. Það verður farið að líta á kynlíf sem eins konar neyzlu og þetta verður ekki aðeins við- horf þeirra stétta, sem um aldir hafa átt þess kost að lifa og leika sér, heldur mun allur fjöldi þeirra, sem nú geta um frjálst höfuð strokið, gera það að sínu.1*1 Sjálft meginatriðið í röksemdafærslu Riesmans lýtur að því, að í þjóðfélagi, þar sem vinnan er orðin að þjakandi kvöð, bjóði kynlífið eitt einstaklingnum möguleika á að vera virkur. Það er eini farvegurinn, sem lífsorka hans getur runnið í, og eina sviðið, þar sem hann fær keppnisþörf sinni fullnægt. Kynlífið verður í stuttu máli aleinasta vörn manna gegn fargi aðgerðaleysisins. Marcuse hefur túlkað þetta sama viðhorf af dýpri fræði- legum þunga í umfjöllun sinni um, hvernig stefna skuli að því að leysa kyn- lífið úr viðjum þeirrar aleyðingar, sem ógnar því, meðan það þjónar undir þjóðfélagsgerð, sem reynir að lama vitundarvirkni einstaklinganna með því 1 David Riesman: The Lonely Crowd (1950). 226
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.