Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 36
Tímarit Máls og menningar
vök slS verjast, vegna þess að öll samskipti manna fyrir hjónaband og innan
þess eru með meiri frjálsræðisbrag en áður tíðkaðist, og á þetta við um
allar stéttir þjóðfélagsins. Sé allt þetta haft í huga, dylst engum, að hjóna-
bandið er veikasti hlekkurinn í þeirri keðju tengslakerfa, sem samfélagið er
ofið úr, og á því mæða fleiri móthverfur en hinum. Ég hef áður í þessum
hugleiðingum vakið sérstaka athygli á því, að þessar móthverfur feli í sér
fyrirheit um framþróun. Þegar komið hefur verið á jafnrétti að lögum, á að
vera unnt að tryggja raunverulegt frelsi á sviði kynlífsins. Til þess að þetta
geti átt sér stað, verður að rjúfa þau tengsl, sem eru milli kynlífsins og ým-
issa þjóðfélagsfyribæra, t. d. barnsburðar og eignarréttar. Hér eru þó ýmis
ljón á veginum, og niðurstaða þróunar á borð við þá, sem rakin var hér að
framan, gæti einfaldlega orðið sú, að nýkapítalisminn skapaði sér nýtt
hegðunarkerfi og hugmyndafræðilega yfirbyggingu, sem þjónaði undir það.
Þessu til stuðnings má benda á, að eitt helzta aflið að baki þeirri frjálsræðis-
öldu á sviði kynlífsins, sem einkennir okkar tíma, má vafalítið rekja til á-
kveðinna viðhorfsbreytinga meðal málsvara kapítalismans nú á dögum. Það
eru ekki lengur framleiðsla og vinna, sem teljast táknmyndir æðstu verðmæta,
heldur neyzla og skemmtanir. Skömmu eftir 1950 lýsti Riesman viðhorfi
sínu til þessarar þróunar með eftirfarandi orðum: „... tómstundir manna
verða fleiri, en það er bara ein hlið málsins, því að sjálft starfið verður í
mörgum tilvikum auðveldara og síður áhugavert... og gildir þetta um stöð-
ugt fleiri. Eftir því sem starfið krefst minni umhugsunar og einbeitingar,
hlýtur að sækja í það horf, að kynlífið verði burðarás tilverunnar og gagn-
sýri tilveru einstaklingsins jafnt í dagsins önn sem utan hennar. Það verður
farið að líta á kynlíf sem eins konar neyzlu og þetta verður ekki aðeins við-
horf þeirra stétta, sem um aldir hafa átt þess kost að lifa og leika sér, heldur
mun allur fjöldi þeirra, sem nú geta um frjálst höfuð strokið, gera það að
sínu.1*1 Sjálft meginatriðið í röksemdafærslu Riesmans lýtur að því, að í
þjóðfélagi, þar sem vinnan er orðin að þjakandi kvöð, bjóði kynlífið eitt
einstaklingnum möguleika á að vera virkur. Það er eini farvegurinn, sem
lífsorka hans getur runnið í, og eina sviðið, þar sem hann fær keppnisþörf
sinni fullnægt. Kynlífið verður í stuttu máli aleinasta vörn manna gegn fargi
aðgerðaleysisins. Marcuse hefur túlkað þetta sama viðhorf af dýpri fræði-
legum þunga í umfjöllun sinni um, hvernig stefna skuli að því að leysa kyn-
lífið úr viðjum þeirrar aleyðingar, sem ógnar því, meðan það þjónar undir
þjóðfélagsgerð, sem reynir að lama vitundarvirkni einstaklinganna með því
1 David Riesman: The Lonely Crowd (1950).
226