Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 35
Bylting sem ekki sér fyrir endann á un ungrar kynslóðar er einkar vandasamt verk, og sá, sem hana tekst á hendur, þarf að búa yfir þroskuðum persónuleika og vera í andlegu jafnvægi. Það er meira en hæpið, að persóna, sem verður að sæta því að hafa einvörðungu fjölskylduna að starfsvettvangi, muni geta eflt með sér áðurnefnda eðliskosti. Ef móðurskyldurnar eiga að taka allan tíma konunnar, verða áhrifin oft gagnstæð því, sem ætlað var. Ahyggjur og vonbrigði móðurinnar bitna á harninu og verða því nátengdar. Þótt við gerum okkur í auknum mæli grein fyrir því, hve félagsmótunin á geysimikilvægu hlutverki að gegna, á sá nýi skilningur alls ekki að leiða til þess að reynt verði að rígskorða starfssvið kvenna við móðurhlutverkið í hefðbundnum skilningi, heldur ætti að spretta upp af þessu endurmat á öllum þáttum þessa máls. Hvað sker úr um hæfni eða óhæfni einhvers aðila til að annast félagslega mótun einstaklinga, hver hefur bezt tök á að búa barninu umhverfi, sem tryggir því öryggi og and- legt jafnvægi? Um félagssálfræðilegt gildi fjölskyldulífsins fyrir hjónin má segja, að um þetta atriði eigi við öll hin sömu rök, sem rakin voru hér að framan, nema hvað þau hafa enn eindregnara gildi í þessu sambandi. Sú trú er fráleit, að innan vébanda fj ölskyldunnar megi skapa friðhelgan reit öryggis og ástúð- legs innileika, þrátt fyrir það að sú veröld, sem við lifum í, einkennist af sundrung og öryggisleysi. Það fær með engu móti staðizt að einangra fjöl- skylduna frá samfélaginu, og þau tengsl, sem myndast milli einstakra fjöl- skyldumeðlima, hljóta óhj ákvæmilega að endurspegla þær félagslegu afstæð- ur, sem ráða gerð þess samfélags, sem fjölskyldan er hluti af. Sem griðastað- ur ber fjölskylda í borgaralegu þjóðfélagi óafmáanlegt svipmót uppruna síns. 4. Kynlíjið Naumast verður hjá því komizt að álykta, að kynlífið sé það svið mann- legra samskipta þar sem breytingin er hvað örust um þessar mundir. Kyrrstaða og stöðnun ríkir í dag á Vesturlöndum varðandi atvinnumál, æxlun og fé- lagsmótun í þeim skilningi, að engin umtalsverð hreyting hefur átt sér stað á þessum sviðum í meira en 30 ár. Enn fremur má segja, að ekki hafi af hálfu kvenna komið fram neinar víðtækar kröjur um breytingar á þessum sviðum, því að hin ríkjandi hugmyndafræði hefur gersamlega kæft alla meðvitaða gagnrýni. Allt öðru máli gegnir um hinar arfteknu hugmyndir um kynlífið; áhrifavald þeirra í þá veru að hamla gegn því, að menn láti stjórnast af þeim hughrifum, sem augnabliksaðstæður vekja með þeim, fer stöðugt þverrandi. Hjónabandið í sinni hefðbundnu mynd á í stöðugt meiri 15 TUU 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.