Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 35
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
un ungrar kynslóðar er einkar vandasamt verk, og sá, sem hana tekst á hendur,
þarf að búa yfir þroskuðum persónuleika og vera í andlegu jafnvægi. Það er
meira en hæpið, að persóna, sem verður að sæta því að hafa einvörðungu
fjölskylduna að starfsvettvangi, muni geta eflt með sér áðurnefnda eðliskosti.
Ef móðurskyldurnar eiga að taka allan tíma konunnar, verða áhrifin oft
gagnstæð því, sem ætlað var. Ahyggjur og vonbrigði móðurinnar bitna á
harninu og verða því nátengdar. Þótt við gerum okkur í auknum mæli grein
fyrir því, hve félagsmótunin á geysimikilvægu hlutverki að gegna, á sá nýi
skilningur alls ekki að leiða til þess að reynt verði að rígskorða starfssvið
kvenna við móðurhlutverkið í hefðbundnum skilningi, heldur ætti að spretta
upp af þessu endurmat á öllum þáttum þessa máls. Hvað sker úr um hæfni
eða óhæfni einhvers aðila til að annast félagslega mótun einstaklinga, hver
hefur bezt tök á að búa barninu umhverfi, sem tryggir því öryggi og and-
legt jafnvægi?
Um félagssálfræðilegt gildi fjölskyldulífsins fyrir hjónin má segja, að um
þetta atriði eigi við öll hin sömu rök, sem rakin voru hér að framan, nema
hvað þau hafa enn eindregnara gildi í þessu sambandi. Sú trú er fráleit, að
innan vébanda fj ölskyldunnar megi skapa friðhelgan reit öryggis og ástúð-
legs innileika, þrátt fyrir það að sú veröld, sem við lifum í, einkennist af
sundrung og öryggisleysi. Það fær með engu móti staðizt að einangra fjöl-
skylduna frá samfélaginu, og þau tengsl, sem myndast milli einstakra fjöl-
skyldumeðlima, hljóta óhj ákvæmilega að endurspegla þær félagslegu afstæð-
ur, sem ráða gerð þess samfélags, sem fjölskyldan er hluti af. Sem griðastað-
ur ber fjölskylda í borgaralegu þjóðfélagi óafmáanlegt svipmót uppruna síns.
4. Kynlíjið
Naumast verður hjá því komizt að álykta, að kynlífið sé það svið mann-
legra samskipta þar sem breytingin er hvað örust um þessar mundir. Kyrrstaða
og stöðnun ríkir í dag á Vesturlöndum varðandi atvinnumál, æxlun og fé-
lagsmótun í þeim skilningi, að engin umtalsverð hreyting hefur átt sér stað
á þessum sviðum í meira en 30 ár. Enn fremur má segja, að ekki hafi af
hálfu kvenna komið fram neinar víðtækar kröjur um breytingar á þessum
sviðum, því að hin ríkjandi hugmyndafræði hefur gersamlega kæft alla
meðvitaða gagnrýni. Allt öðru máli gegnir um hinar arfteknu hugmyndir
um kynlífið; áhrifavald þeirra í þá veru að hamla gegn því, að menn láti
stjórnast af þeim hughrifum, sem augnabliksaðstæður vekja með þeim, fer
stöðugt þverrandi. Hjónabandið í sinni hefðbundnu mynd á í stöðugt meiri
15 TUU
225