Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 11
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
er lúta að þjóðfélagsstööu kvenna, nálgast viðfangsefnið fyrst og fremst frá
efnahagslegri hlið málsins og leggja því áherzlu á, að réttleysisstaða kvenna
ákvarðist hreinlega af þeim þjóðfélagsstofnunum, sem einkaeignarrétturinn
hvílir á. Líffræðilegir eignleikar kvenna leggjast á sömu sveifina, því að þeir
ráða veikri stöðu þeirra sem starfsmenn og framleiðendur og valda því, að
þær teljast mikilvæg eign vegna hlutverks síns í æxluninni. Nýjasta og ítar-
legasta greinargerðin um efnið færir báðar þesar skýringar í samfelldan
sálfræðilegan búning. Rammi þessarar umræðu mótast af þróunarsjónarmið-
um, en innan hans skortir allmjög á, að fjallað sé um framtíðarhorfur og
framtíðarmöguleika á sannfærandi hátt. í rauninni er ekkert látið í ljós um
þetta umfram staðhæfingu þess efnis, að frelsun konunnar hljóti að verða
„óhj ákvæmilegur þáttur“ í framkvæmd sósíalismans.
Hvaða leið er til út úr þessum ógöngum? Eina leiðin hlýtur að felast í
því að gefa gaum að fjölbreytileikanum í þjóðfélagsstöðu konunnar. Hér
þarf að ganga miklu rækilegar til verks en áður hefur verið gert og gera upp
einstaka þætti dæmisins, sem saman mynda flókna — ekki einfalda — heild-
armynd. Þessi afstaða táknar, að við höfnum hugmyndinni um, að unnt sé
að gera sér grein fyrir þjóðfélagslegri stöðu konunnar með einfaldri af-
leiðsluályktun út frá efnahagsskipan þjóðfélagsins eða með því að finna eitt-
hvert þjóðfélagslegt meðaltalsgildi. Við verðum þvert á móti að líta á við-
fangsefnið sem sértækt fyrirbæri, sem samsett er úr ólíkum þáttum, er saman
mynda eina heild. Breytileg þjóðfélagsstaða kvenna á ýmsum öldum stafar
þá einfaldlega af því, að þessir ólíku þættir hafa raðazt saman með ýmisleg-
um hætti í tímans rás. Þetta minnir á niðurstöður Marx í ritinu Efnahagsleg
gerð hins forkapítalísha þjóðfélags. Þar sýnir hann með rannsókn sinni á
efnahagskerfinu fram á, hvernig framleiðsluöflin fléttast saman með marg-
víslegum hætti í stað þess að gefa hreint yfirlit um efnahagsþróunina. Þjóð-
félagsstaða konunnar er alltaf margræð, vegna þess að hún ákvarðast á hverj-
um tíma í heild sinni af mörgum þáttum. Hér skulu taldir nokkrir meginþætt-
irnir: Framleiðslukerfi, æxlun, kynlíf og félagsmótun barna. Af því, hvernig
þessir þættir raðast saman, ræðst sú „flókna heildarmynd“, sem við fáum af
stöðu konunnar, en einstakir þættir þessarar heildarmyndar kunna að hafa
öðlazt sérstakt „gildi“ á einhverju skeiði sögunnar. Þess vegna verðum við
að athuga hvern einstakan þátt út af fyrir sig til þess að geta gert okkur grein
fyrir því, hvernig heildarmyndin lítur út núna og hvernig megi breyta
henni. í köflunum, sem hér fara á eftir, er ekki ætlunin að rekja þróun ein-
stakra þátta þessa máls út frá sögulegu sjónarmiði. Þeim er einungis ætlað
201