Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 11
Bylting sem ekki sér fyrir endann á er lúta að þjóðfélagsstööu kvenna, nálgast viðfangsefnið fyrst og fremst frá efnahagslegri hlið málsins og leggja því áherzlu á, að réttleysisstaða kvenna ákvarðist hreinlega af þeim þjóðfélagsstofnunum, sem einkaeignarrétturinn hvílir á. Líffræðilegir eignleikar kvenna leggjast á sömu sveifina, því að þeir ráða veikri stöðu þeirra sem starfsmenn og framleiðendur og valda því, að þær teljast mikilvæg eign vegna hlutverks síns í æxluninni. Nýjasta og ítar- legasta greinargerðin um efnið færir báðar þesar skýringar í samfelldan sálfræðilegan búning. Rammi þessarar umræðu mótast af þróunarsjónarmið- um, en innan hans skortir allmjög á, að fjallað sé um framtíðarhorfur og framtíðarmöguleika á sannfærandi hátt. í rauninni er ekkert látið í ljós um þetta umfram staðhæfingu þess efnis, að frelsun konunnar hljóti að verða „óhj ákvæmilegur þáttur“ í framkvæmd sósíalismans. Hvaða leið er til út úr þessum ógöngum? Eina leiðin hlýtur að felast í því að gefa gaum að fjölbreytileikanum í þjóðfélagsstöðu konunnar. Hér þarf að ganga miklu rækilegar til verks en áður hefur verið gert og gera upp einstaka þætti dæmisins, sem saman mynda flókna — ekki einfalda — heild- armynd. Þessi afstaða táknar, að við höfnum hugmyndinni um, að unnt sé að gera sér grein fyrir þjóðfélagslegri stöðu konunnar með einfaldri af- leiðsluályktun út frá efnahagsskipan þjóðfélagsins eða með því að finna eitt- hvert þjóðfélagslegt meðaltalsgildi. Við verðum þvert á móti að líta á við- fangsefnið sem sértækt fyrirbæri, sem samsett er úr ólíkum þáttum, er saman mynda eina heild. Breytileg þjóðfélagsstaða kvenna á ýmsum öldum stafar þá einfaldlega af því, að þessir ólíku þættir hafa raðazt saman með ýmisleg- um hætti í tímans rás. Þetta minnir á niðurstöður Marx í ritinu Efnahagsleg gerð hins forkapítalísha þjóðfélags. Þar sýnir hann með rannsókn sinni á efnahagskerfinu fram á, hvernig framleiðsluöflin fléttast saman með marg- víslegum hætti í stað þess að gefa hreint yfirlit um efnahagsþróunina. Þjóð- félagsstaða konunnar er alltaf margræð, vegna þess að hún ákvarðast á hverj- um tíma í heild sinni af mörgum þáttum. Hér skulu taldir nokkrir meginþætt- irnir: Framleiðslukerfi, æxlun, kynlíf og félagsmótun barna. Af því, hvernig þessir þættir raðast saman, ræðst sú „flókna heildarmynd“, sem við fáum af stöðu konunnar, en einstakir þættir þessarar heildarmyndar kunna að hafa öðlazt sérstakt „gildi“ á einhverju skeiði sögunnar. Þess vegna verðum við að athuga hvern einstakan þátt út af fyrir sig til þess að geta gert okkur grein fyrir því, hvernig heildarmyndin lítur út núna og hvernig megi breyta henni. í köflunum, sem hér fara á eftir, er ekki ætlunin að rekja þróun ein- stakra þátta þessa máls út frá sögulegu sjónarmiði. Þeim er einungis ætlað 201
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.